Gæðastarf
Gæðamat í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi
Gæðamat í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi er orðið órjúfanlegur hluti af starfsemi þeirra. Mikið af gögnum verður til í daglegu skóla- og frístundastarfi þar sem starfsfólk tekur ótal ákvarðanir á degi hverjum sem byggja á mati og gögnum.
Mat sem unnið er unnið upp úr þessum gögnum kallast innra mat/sjálfsmat og byggir á því að starfsfólk vinni í anda lærdómssamfélags, dragi fram það sem vel er gert og vinni saman að umbótum í kjölfarið. Mikilvægt er að innra mat/sjálfsmat sé meðvitað og formlegt, meðal annars með markvissum samræðum, skráningu og greiningu gagna.
Munurinn á gátlistum og mælikvörðum
- Gátlistar: Sjálfsmatstæki og/eða „tékklisti“
- Gátlistar eru til að meta hvort, eða að hve miklu leyti, unnið er í anda þeirrar stefnu sem lagt er upp með.
- Viðmið um hvort starfað sé í anda viðkomandi stefnu/áætlunar
- Leiðbeinandi um hvar/hvernig við getum gert betur
- Lesa meira um gátlista
- Mælikvarðar: Niðurstöður skimana og kannana
- Mælikvarðar eru mælingar á árangir vinnunnar út frá skimunum, könnunum og prófum, t.d.:
- Námsárangur barna/nemenda
- Líðan og viðhorf barna, foreldra og starfsfólks
- Aðrar mælingar
- Lesa meira um mælikvarða
Gálistar og mælikvarðar eru oftast nær ekki sami hluturinn. En þar sem ekki eru til eiginlegir mælikvarðar verður stundum að nota „gátlista“ sem „mælikvarða“. Hvort tveggja er nauðsynlegt að nota í innra mati/sjálfsmati starfsstaða.