12-16 ára

Allir eiga rétt

Á vef UNICEF (Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna) er kennsluefni fyrir unglinga um réttindi sín og skyldur og þar sem þeir eru hvattir til að verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Sjá kennsluefni. 

Kompás – mannréttindamenntun fyrir ungt fólk

Rafræn handbók á vef Menntamálastofnunar sem inniheldur fjölmörg verkefni sem hægt er að styðjast við í fræðslu um mannréttindi. Mikilvægi mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk verður sífellt ljósara, ekki aðeins sakir þess að hún skiptir miklu fyrir samfélagið, heldur einnig vegna þess að ungt fólk kann að meta verkefni af þessu tagi og nýtur góðs af …

Kompás – mannréttindamenntun fyrir ungt fólk Read More »

Sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga

Á þessari vefsíðu, sem er samstarfsverkefni námsráðgjafa, kennara, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga eru margvíslegar upplýsingar um sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga. Einnig hagnýt ráð og skemmtileg verkefni sem hægt er að vinna með börnum og unglingum alla grunnskólagönguna. Sjá upplýsingar um sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga.

Borgaravitund og lýðræði

Á vef Menntamálastofnunar má finn fjölbreytt námsefni sem nýta má til að vekja börn til umhugsunar um borgaravitund, lýðræði og lýðræðislega þátttöku. Með fræðslu um borgaravitund er leitast við að hjálpa börnum að vera virkir þjóðfélagsþegnar og taka ábyrgar ákvarðarnir í samfélagi sínu. Þátttaka er lykillinn að því að stuðla að og styrkja lýðræðislega menningu …

Borgaravitund og lýðræði Read More »

Kennsluhugmyndir um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Á námsvef um Barnasáttmálann má finna gagnvirk verkefni og fróðleik fyrir eldri börn um sáttmálann og mannréttindi barna almennt. Þá er á vefnum hægt að finna leiðbeiningar um notkun verkefnanna í skólastarfi. Námsvefur um Barnasáttmálann.

Scroll to Top
Scroll to Top