12-16 ára

Heimspeki með börnum

Á heimspekivef Garðaskóla má finna upplýsingar um hvernig hægt er að vinna með heimspeki með börnum og unglingum. Þar sem er m.a. að finna upplýsingar um hvað heimspeki er, kynningarmyndbönd og fræðilegar undirstöður heimspekilegarar vinnu. Heimspekivefur Garðaskóla.

Námsefni um skráargatið

Námsefni um skrárgatið frá embætti landlæknis sem ætlað er 3.-10. bekk. Skráargatinu er ætlað að auðvelda neytendum að velja hollari matvöru sem lið í því að bæta mataræði og heilsu þjóðarinnar.      

68 Heimspekiæfingar fyrir börn og unglinga

Hér má finna 68 æfingar í heimspeki sem Jóhann Björnsson tók saman og eru á rafbókarformi sem gefin er út af Námsgagnastofnun 2014. Æfingarnar er hægt að nota í ýmsum námsgreinum og starfi með börnum og unglingum til þess að spyrja, hugsa og rökræða.  

Námsefni um mannkostamenntun

Námsefni á ensku á heimasíðu The Jubilee Center í Birmingham um mannkostamenntun sem áhugasamir starfsmenn geta yfirfært eftir því sem hentar best. Hentar aðallega fyrir 10-16 ára börn. The Jubilee Center er rannsóknarmiðstöð við Háskólann í Birmingham sem hefur sérstaklega verið að fjalla um mannkostamenntun og greinin fjallar um hvernig hægt er að ramma mannkostamenntun …

Námsefni um mannkostamenntun Read More »

Samvera – Verum vinir

Námsefnið Verum vinir er ætlað fyrir mið- og unglingastig og er hægt að nota það til að efla samskiptafærni nemenda. Fjallað er m.a. um vináttu, að eignast vin, að eiga vin og að ná samkomulagi við vin. Á vef menntamálastofnunar er hægt að panta bókina.

Valdefling í gegnum heimspekilega vinnu

Fjölbreyttar upplýsingar um heimspeki með börnum og unglingum er að finna á heimasíðu miðstöðvar fyrir heimspeki með börnum (Center for Philosophy for Children) sem starfar við Háskólann í Washington. Lögð er áhersla á hvernig hægt er að valdefla ungt fólk í gegnum heimspekilega vinnu.

Scroll to Top
Scroll to Top