Handþvottalagið
Á vef skóla Ísaks Jónssonar er upptaka af handþvottalagi sem Björg Þórsdóttir tónmenntakennari skólans samdi. Þar má einnig finna nótur fyrir lagið auk texta með hljómum. Í texta og lagi eru mikilvæg skilaboð til barna um smitvarnir á tímum Covid19.