3-6 ára

Bókabíó

Í leikskólanum Fífuborg er haldið bókabíó í hverjum mánuði. Þá bjóða elstu börnin öðrum börnum í leikskólanum í “bíó”. Heil bók er skönnuð inn og sett upp í glærusýningu. Kennarinn les bókina og skemmtilegast er þegar öll börnin geta verið með á bíósýningunni og tekið þátt í lifandi frásögn með texta og mynd.

Bókabíó Read More »

Velkomin til starfa í leikskóla – meistaraverkefni

Velkomin til starfa í leikskóla – Stafrænt fræðsluefni fyrir leiðbeinendur við upphaf starfs er fræðsluefni fyrir nýja leiðbeinendur í leikskólum og leiðbeiningar fyrir þá sem taka á móti þeim til starfa. Verkefnið er lokaverkefni Melkorku Kjartansdóttur við deild kennslu- og menntunarfræða í Háskóla Íslands. Verkefnið var eitt sjö meistaraverkefna sem fékk viðurkenningu skóla- og frístundaráðs

Velkomin til starfa í leikskóla – meistaraverkefni Read More »

Facebook-hópar brúarsmiða MML fyrir foreldra á mismunandi tungumálum

Þetta er verkfæri sem starfsfólk í skóla- og frístundastarfi getur bent foreldrum á. ARABÍSKU- OG KÚRDÍSKUMÆLANDI FORELDRAR Á ÍSLANDI صفحة المعلومات لأولیاء الأمور في ریکیافیک FILIPPSEYSKUMÆLANDI FORELDRAR Á ÍSLANDI Mga Pilipinong Magulang sa Iceland PÓLSKUMÆLANDI FORELDRAR Á ÍSLANDI Informacje dla polskich rodziców w Islandii ENSKUMÆLANDI FORELDRAR Á ÍSLANDI Facebook group for parents in English

Facebook-hópar brúarsmiða MML fyrir foreldra á mismunandi tungumálum Read More »

Verkfærakista fyrir foreldra af erlendum uppruna

Í þessa verkfærakistu hafa brúarsmiðir hjá Miðju máls og læsis safnað saman ýmsu sem foreldrar barna af erlendum uppruna geta notað til að styðja við heimanám barna og íslenskunám. Verkfærakistan er á pólsku, ensku, íslensku og filippseysku Educational toolbox for parents with a foreign origin on how to support their children’s Icelandic language and homework.

Verkfærakista fyrir foreldra af erlendum uppruna Read More »

Gulrót

Ferðalag nýliða í heimilisfræðikennslu

Ferðalag nýliða í heimilisfræðikennslu – Þroskasaga er meistaraverkefni Steinunnar E. Benediktsdóttur við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Um er að ræða starfendarannsókn í grunnskóla þar sem höfundur gerir grein fyrir eigin reynslu af fyrstu tveimur starfsárum sínum við kennslu. Verkefnið gefur mjög áhugaverða sýn á starf heimilsfræðikennara og starf í grunnskólum

Ferðalag nýliða í heimilisfræðikennslu Read More »

Vefsíður og viðbætur

Í nóvember 2020 voru kennarar beðnir að deila gagnlegum vefsíðum og vafra viðbótum sem væru gagnlegar í undir myllumerkinu #menntaspjall og #12dagaTwitter. Anna María K. Þorkelsdóttir kennsluráðgjafi hjá Skóla- og frístundadeild Breiðholts tók saman lista með því sem kennara deildu.

Vefsíður og viðbætur Read More »

Íslenskir tyllidagar á mörgum tungumálum

Hér má finna útskýringar á íslenskum hátíðisdögum og siðum á fjölda tungumála. Búið er að taka saman efni á ensku, pólsku, filippseysku, litháísku, spænsku, tælensku, víetnömsku, albönsku, arabísku, rússnesku, rúmensku og portúgölsku. Fljótlega munu bætast við þýðingar á kúrdísku. Efnið er útbúið af Fjölmenningarteymi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Íslenskir tyllidagar á mörgum tungumálum Read More »

Jól á Íslandi

Hér má finna umfjöllun um íslenska jólasiði á íslensku og fjölda annarra tungumála. Búið er að taka saman efni á ensku, pólsku, arabísku, kúrdísku, filippseysku, rússnesku, litháísku, albönsku, spænsku, tælensku, víetnömsku, portúgölsku, farsi og rúmensku. Efnið er útbúið af Fjölmenningarteymi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Jól á Íslandi Read More »

Scroll to Top