Starfsfólk

Er hægt að kenna mannkosti?

Áhugavert myndband á enksu þar sem börn og fræðimenn reyna að svara þeirri spurningu hvort hægt sé að bæta mannkosti með kennslu.    

Mannkostamenntun – The Jubilee Center

Umfjöllun um mannkostamenntun á heimasíðu The Jubilee Center sem er bresk rannsóknarmiðstöð. Breska rannsóknarmiðstöðin The Jubilee Center starfar undir Háskólanum í Birmingham og beinir sjónum að mannlegu eðli, dyggðum og gildum.

Um mannkostamenntun

Kristján Kristjánsson heimspekingur fjallar í þessu útvarpsviðtali um hvað felst í mannkostamentun.

Mikilvægi heimspekinnar fyrir börn

Í þessu TEDx myndbandi fjallar Dr. Sara Goering  um mikilvægi heimspeki fyrir börn og hvernig heimspeki getur m.a. hvatt til umhyggju og náms.

Greinasafn um heimspeki

Vefsvæði hjá Háskóla Íslands þar sem umfjöllunarefnið er gagnrýnin hugsun og siðfræði en þeir sem standa að síðunni eru Rannsóknarstofa um Háskóla, Heimspekistofnun og Siðfræðistofnun. Fræðilegar greinar og skýrslur ætlaðar fyrir starfsfólk sem stuðningur í kennslu, sem endurmenntun og sem kennsluefni.

Mikilvægi tengslakönnunar

Upplýsingar á ensku um tilfinningagreind og tengslakannanir og hvers vegna þær eru mikilvægar. Þessar upplýsingar eru á heimasíðu alþjóðlegra félagasamtakanna 6seconds sem leggja áherslu á að styðja við fólk, líka starfsfólk skóla, sem vill bæta tilfinningagreind.

Vinabönd – vináttuþjálfun

Meistaraverkefni Bjarna Þórðarsonar þar sem hann fjallar um þróunarverkefni sitt í vináttuþjálfun fyrir 13-15 ára unglinga. Höfundur vann að þróunarverkefni í vináttuþjálfun sem fékk heitið Vinabönd og prófað var í félagsmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort verkefnið skilaði árangri. Samkvæmt niðurstöðunum er mikil þörf á námskeiði sem þjálfar samskipta- og vináttuþjálfun meðal …

Vinabönd – vináttuþjálfun Read More »

Börn og miðlanotkun

Á vef Heimilis og skóla er gagnleg handbók fyrir foreldra barna á grunnskólaaldri og aðra um leiðir til að tryggja örugga miðlanotkun barna. Börn eiga rétt á að njóta öryggist og verndar gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum og fullorðnir bera ábyrgð að kynna ólíka miðla og þau tækifæri sem í þeim felast. Mikilvægt er að …

Börn og miðlanotkun Read More »

Réttindaskóli og réttindafrístundastarf

Á heimasíðu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna eru upplýsingar um hvað felst í hugmyndafræðinni um Réttindaskóla og Réttindafrístundastarf. Hugmyndafræði tekur mið af Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og miðar að því að auka virðingu, vernd og innleiðingu mannréttinda. Skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar sem vinna eftir líkaninu leggja Barnasáttmálann til grundvallar í öllu starfi sínu; skipulagningu, …

Réttindaskóli og réttindafrístundastarf Read More »

Hagnýt ráð til að kenna börnum með ADHD félagsfærni

Börn með ADHD eiga oft erfitt með samskipti sem getur valdið þeim og fjölskyldum þeirra mikilli vanlíðan. Þótt þau viti til hvers er ætlast af þeim, eiga þau oft erfitt með að sýna þá hegðun og þurfa því aðstoð til að öðlast betri félagsfærni. Heilsugæslan hefur gefið út hagnýt ráð fyrir kennara og skóla. 

Scroll to Top
Scroll to Top