Starfsfólk

Snillismiðjur í Hólabrekkuskóla

Í þessu myndbandi kynnir Engilbert Imsland, kennari í Hólabrekkuskóla Snillismiðju skólans og hvernig hann nýtir hana í tengslum við kennslu.

Handbók um hópastarf

Á vef Reykjavíkurborgar er handbók um hópastarf í félagsmiðstöðvum sem gefin var út af íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar árið 2008. Hópastarf er markviss leið til að virkja börn og unglinga til félagslegrar þátttöku. Hópastarf er einnig vel til þess fallið að veita þeim sem á þurfa að halda félagslegan stuðning eða vinna gegn áhættuhegðun. Í …

Handbók um hópastarf Read More »

Handbók ungmennaráða sveitarfélaganna

Handbók og myndbönd um starf ungmennaráða. Ritstjórn Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir. Handbókin er á rafrænu formi og er fyrst ogt fremst hugsuð sem gagnabanki um ungmennaráð sveitarfélaga. Hún er fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga og vilja til að gefa ungmennum og skoðunum þeirra meira vægi í sveitastjórnarmálum. Í handbókinni má finna upplýsingar um …

Handbók ungmennaráða sveitarfélaganna Read More »

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Almennar upplýsingar um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sáttmálinn í heild sinni. Barnasáttmálinn og verkefni honum tengd er til á ýmsum tungumálum sem sækja má á vefinn.

Handbók um borgaramenntun og mannréttindi

Rafræn handbók fyrir kennara á vef Menntamálastofnunar sem hefur það að markmiði að styðja við menntun á sviði borgaramenntunar og mannréttinda svo að þeir sem sinna slíku námi geti verið betri í að miðla á þeim sviðum.

Sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga

Á þessari vefsíðu, sem er samstarfsverkefni námsráðgjafa, kennara, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga eru margvíslegar upplýsingar um sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga. Einnig hagnýt ráð og skemmtileg verkefni sem hægt er að vinna með börnum og unglingum alla grunnskólagönguna. Sjá upplýsingar um sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga.

Áttavitinn – upplýsingagátt

Á Áttavitanum má finna alls slags upplýsingar fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára um nám, vinnu, heilsu, frístundir, kynlíf, staðalmyndir, fjármál og margt fleira.

Alls kyns um kynþroskann

Á vef Menntamálastofnunar er fræðslumyndbandið Alls kyns um kynþroskann. Höfundur þess er Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Þetta er teiknimynd sem ætluð er fyrir nemendur á miðstigi. Myndin er ágætis kveikja að umræðum í nemendahópum. Skoða fræðslumyndbandið.

Sterkari út í lífið

Flottur vefur með efni sem er ætlað að auðvelda samtöl um ýmislegt sem snertir styrkingu sjálfsmyndar barna og unglinga. Á vefnum er meðal annars að finna gagnlegar verkfærakistur fyrir grunnstig, miðstig og unglingastig þar sem finna má efni um gagnrýna hugsun, núvitund og hugarró og sjálfsmynd. Sjálfsmynd – Sterkari út í lífið

Scroll to Top
Scroll to Top