Ítarefni

Frístundastarf í Norðlingaskóla

Í frístundaheimilinu Klapparholti í Norðlingaskóla fer fram framsækið og metnaðarfullt frístundastarf þar sem samvinna, félagsfærni og sjálfsefling barna er höfð að leiðarljósi. Frístundastarfið fléttast inn í grunnskólastarfið með margvíslegum hætti. Í þessu myndbandi fjallar Pétur Finnbogason forstöðumaður frístundaheimilisins um fyrirkomulag fagstarfsins og barnahandbók um frístundastarfið, barnalýðræði og klúbbastarf.

Frístundastarf í Norðlingaskóla Read More »

Samskipti stráka, karlmennska og samfélagsleg ábyrgð

Í þessu myndbandi fjallar Ólafur Þór Jónsson, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Buskans, um samskipti stráka í 9. og 10. bekk og verkefnið Samskipti stráka, karlmennska og samfélagsleg ábyrgð. Markmið þess verkefnis var að bæta samskipti stráka og vináttufærni samhliða því að styrkja sjálfstraust þeirra og reyna að búa til jákvæða leiðtoga í hópnum. Jafnframt var unnið með

Samskipti stráka, karlmennska og samfélagsleg ábyrgð Read More »

Stillum saman strengi – mikilvægt samstarf félagsmiðstöðva, grunnskóla og lögreglu í forvarnarstarfi

Af hverju skiptir það máli fyrir unglingana að félagsmiðstöðvar, grunnskólar og lögreglan séu í góðu samstarfi? Hvernig getum við í sameiningu lágmarkað áhrif áhættuþátta í umhverfi unglinga? Í þessu myndbandi ræða Guðrún Kaldal, Andrea Marel og Biggi lögga saman um mikilvægi samstarfs í forvarnarmálum.

Stillum saman strengi – mikilvægt samstarf félagsmiðstöðva, grunnskóla og lögreglu í forvarnarstarfi Read More »

Fjölmenningarleg félagsmiðstöð

Í þessu myndbandi talar Ása Kristín Einarsdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Tónabæjar um fjölmenningarlegt félagsmiðstöðvarstarf.  Fjöltyngdum börnum hefur fjölgað í hverfinu og sérstaklega börnum sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd og með tilkomu Birtu. Í Tónabæ starfar fjöltyngdur starfsmaður sem talar mörg tungumál en er að læra íslensku eins og mörg barnanna. Það er öryggi fyrir þau

Fjölmenningarleg félagsmiðstöð Read More »

Valteri-skólinn og ráðgjöf í Finnlandi.

Valteri er finnsk ráðgjafamiðstöð  sem starfar undir finnsku menntamálastofnuninni. Valteri styður innleiðingu menntunar fyrir alla í öllum skólum Finnlands. Í samvinnu við heimasveitarfélagið styður ráðgjafamiðstöðin við að skólagöngu þeirra barna sem þurfa á stuðningi að halda með þverfaglegri sérfræðiþekkingu.  Veitt er fjölþætt þjónusta fyrir hvers kyns almennar, auknar og sérstakar stuðningsþarfir. Valteri hefur líka veitt

Valteri-skólinn og ráðgjöf í Finnlandi. Read More »

Scroll to Top