Myndbönd

Fyrirlestur um ADHD

Líðan barna er mikilvægur þáttur í öllu skólastarfi og tilfinningavandi getur haft afgerandi áhrif á námsframvindu. Í þessum fyrirlestri er farið yfir hagnýtar leiðir í kennslu barna með ADHD og hvernig hægt er að auka getu þeirra til náms. Fyrirlestrinum er ætlað að efla þekkingu kennara á ADHD röskuninni og þeim áskorunum sem henni fylgja.

Fyrirlestur um ADHD Read More »

Millimenningarfræðsla

Um er að ræða kynningar, fræðslu og gagnkvæm skoðanaskipti til að efla jákvætt viðhorf, afla sér þekkingar og færni kennara og starfsfólks til að koma til móts við fjölbreyttar þarfir nemenda. Áherslan er lögð á helstu upplýsingar um viðkomandi land og málumhverfi, um skólakerfið og foreldrasamstarf. Sjá á vef Miðju máls og læsis. 

Millimenningarfræðsla Read More »

Jörð í hættu?

Er jörðin í hættu? Hvað getum við gert til að bæta tækifæri komandi kynslóða á jörðinni? Hvað þurfum við í raun og veru? Jörð í hættu? er þverfaglegt þemaverkefni sem samþættir náttúru- og samfélagsgreinar. Verkefnið er nemendamiðað og er lögð áhersla á skapandi skil. Nemendur læra um nauðsynjar, loft, vatn, rusl og getu til aðgerða.

Jörð í hættu? Read More »

Vísindavaka

Vísindavaka er nemendamiðað hálf stýrt leitarnám þar sem nemendur í 6. til 10. bekk læra um ferli vísinda með því að búa til eigin tilraun, gera samanburðartilraun og kanna áhrif breyta. Í verkefninu Vísindavöku hanna nemendur samanburðartilraun og læra um breytur með því að skilgreina þær í athugunum sínum. Með því að safna gögnum og

Vísindavaka Read More »

Veggspjöld í þágu náttúrunnar – myndband

Í þessu myndbandi flytur Magnús Valur Pálsson flytur fyrirlestur um veggspjöld og útskýrir hvernig hægt er að nota þau í þágu náttúrunnar. Um er að ræða stutt sögulegt yfirlit og útskýringu á tengslum veggspjalda við náttúruvernd. Þetta verkfæri er hluti af verkefninu LÁN – Listrænt ákall til náttúrunnar. Í verkfærakistunni er einnig hægt að nálgast

Veggspjöld í þágu náttúrunnar – myndband Read More »

Scroll to Top