Verkefni

MST fjölkerfameðferð við hegðunarvanda

MST er meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda. Meðferðin felst fyrst og fremst í að auka færni foreldra til að takast á við vanda barna sinna. Hegðunarvandi barnanna birtist í afskiptum lögreglu, erfiðleikum í skóla, ofbeldi og vímuefnanotkun. MST tekur 3-5 mánuði sem er að […]

MST fjölkerfameðferð við hegðunarvanda Read More »

Landslag í þrívídd

Efla hefur safnað landfræðilegum gögnum og unnið nokkur þrívíddarlíkön af landslagi sem gaman er skoða og nýta í kennslu og útinámi. Hér er líkan af Búrfellsgjánni í nágrenni Reykjavíkur. Þar hefur þunnfljótandi hraun flætt eftir farvegi. Hraunið hefur ekki náð að storkna nema í hliðum farvegarins og það eru einmitt þær hliðar sem mynda gjána

Landslag í þrívídd Read More »

Að hugleiða framtíðir – kennsluefni

Framtíðarsetur Íslands í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur gefið út kennslubókina Að hugleiða framtíðir. Um er að ræða efni sem leiðbeinendur, kennarar og nemendur geta nýtt sér þegar kemur að því að skoða eigin framvindu til framtíðar. Á vef framtíðarsetursins má finna vinnuskjöl og leiðbeiningar til kennara en bókina sjálfa má kaupa á Amazon.com og skoða

Að hugleiða framtíðir – kennsluefni Read More »

Heilsulausnir

Heilsulausnir bjóða  upp á ýmsa fræðslu sem miðar að því að efla börn og unglinga og hjálpa þeim að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Einnig fræðslu um hvernig draga má úr áhættuhegðun. Að fyrirtækinu standa hjúkrunarfræðingar með mikla reynslu af hjúkrun, forvarnarstarfi og fræðslu.  

Heilsulausnir Read More »

Bókabíó

Í leikskólanum Fífuborg er haldið bókabíó í hverjum mánuði. Þá bjóða elstu börnin öðrum börnum í leikskólanum í “bíó”. Heil bók er skönnuð inn og sett upp í glærusýningu. Kennarinn les bókina og skemmtilegast er þegar öll börnin geta verið með á bíósýningunni og tekið þátt í lifandi frásögn með texta og mynd.

Bókabíó Read More »

Scroll to Top