Tenging við menntastefnu B: Læsi

Fyrstu 1.000 orðin

Markmið verkefnisins er að fræða starfsfólk og foreldra um mikilvægi þess að efla málþroska og tungumálafærni barna (hlustun, málnotkun og tjáningu), að efla orðaforða barna á leikskólaaldri, skapa rauðan þráð í orðaforðavinnu allra leikskóla. Jafnframt að starfsfólk og kennarar í grunnskólum fái í hendurnar verkfæri með kennsluleiðbeiningum til að efla íslensku og stuðla að virku …

Fyrstu 1.000 orðin Read More »

Áframhald á innleiðingu leiðsagnarnáms í þekkingarskólum

Meginmarkmið verkefnisins er að gera nemendur með íslensku sem annað mál að virkum þátttakendum í skólastarfi og skólasamfélagi með því að halda áfram að innleiða nýjar kennsluaðferðir, útbúa kennsluleiðbeiningar, kennsluefni og kynningarefni. Þáttakendur í verkefninu eru Hlíðaskóli, Dalskóli, Hamraskóli, Borgaskóli, Víkurskóli og Engjaskóli. Verkefnastjóri er Katrín Cýrusdóttir skólastjóri. Skólaárið 2021-2022 fékk verkefnið 4.000.000 kr. styrk …

Áframhald á innleiðingu leiðsagnarnáms í þekkingarskólum Read More »

Vertu velkomin í hverfið okkar – viltu tala íslensku við mig

Markmið þessa verkefnis er að efla kennslu og þverfaglega umgjörð í kringum nemendur með íslensku sem annað mál, ekki eingöngu með íslenskukennslu heldur með því að styrkja félagsfærni, sjálfsmynd og sjálfstraust þeirra í skólasamfélaginu. Helsta áskorunin er að taka upp nýjar kennsluaðferðir sem efla til muna tjáningarfærni, námsorðaforða og orðaforða í skólasamfélaginu hjá nemendum með …

Vertu velkomin í hverfið okkar – viltu tala íslensku við mig Read More »

Lærdómssamfélag stærðfræðikennara undir leiðsögn stærðfræðileiðtoga

Meginmarkmið verkefnisins er að byggja upp lærdómssamfélag stærðfræðikennara í þátttökuskólunum. Mikilvægur hluti af því er að bjóða upp á námskeið fyrir leiðtoga til að leiða slíkt samfélag og að vinna efni fyrir kennara og nemendur sem skólar geta notað til að þróa kennsluhætti í stærðfræði. Áætlað er að halda fjögur vetrarlöng námskeið fyrir leiðtoga á …

Lærdómssamfélag stærðfræðikennara undir leiðsögn stærðfræðileiðtoga Read More »

Orð eru til alls fyrst

Orð eru til alls fyrst er samstarfsverkefni leik- og grunnskóla í Grafarholti. Verkefnið miðar að því að vinna í sameiningu að því að þróa vinnulag sem miðar að tjáningarríku umhverfi í öllum þáttum skólalífsins fyrir öll börn skólanna á öllum aldursstigum. Orð eru til alls fyrst hefur það að marki að að nýta skimanir og …

Orð eru til alls fyrst Read More »

Leiðir til að efla tjáskipti

Verkefni á vegum Klettaskóla. Markmið er að finna viðeigandi lausnir varðandi tjáskipti nemenda í Klettaskóla. Skólinn þarf að vera ríkulega búinn hvað varðar lausnir sem hentað geta nemendum sem hafa takmarkað talmál og þurfa stuðning. Mikilvægt er að mæta þeim nemendum sem þurfa sérhæfðar lausnir og þeirra sem glíma við fjölþættan vanda er varðar hreyfifærni …

Leiðir til að efla tjáskipti Read More »

Draumasviðið – tækifæri sköpunar

Samstarfsverkefni Tjarnarinnar/100 og 1, Austurbæjarskóla og Háskóla Íslands. Markmiðið með verkefninu er að styrkja félagsfærni og efla jákvæð samskipti meðal unglinga í Austurbæjarskóla í gegnum listsköpun með því að búa til samsköpunarverk þar sem unglingarnir semja eða velja viðfangsefni til að setja upp á sviði. Áhersla er lögð á að vinna með sjálfsmynd unglinganna, hópinn …

Draumasviðið – tækifæri sköpunar Read More »

Markviss íslenskukennsla fjöltyngdra nemenda

Samstarfsverkefni Foldaskóla, Hamraskóla, Húsaskóla, frístundaheimilanna Simbaðs, Regnbogalands og Kastala og Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er að auka orðaforða, lesskilning og tjáningarfærni fjöltyngdra nemenda af erlendum uppruna til að þeir verði betur læsir á samfélag og nærumhverfi sitt og umfram allt gefa þeim sterkan grunn fyrir áframhaldandi nám hér á landi. Efla sjálfsmynd og trú á …

Markviss íslenskukennsla fjöltyngdra nemenda Read More »

Efling siðfræðikennslu í frístundastarfi

Markmið verkefnisins er að efla hina siðfræðilegu vídd frístundastarfsins: Að gera starfsfólki og börnum auðveldara fyrir að ræða hinn siðferðilega veruleika með gagnrýna hugsun í fararbroddi þannig að börnin skilji þær reglur, boð og bönn sem í honum felast. Við teljum verkefnið stuðla að siðferðilegri yfirvegun, dómgreind og gagnrýninni hugsun barnanna og auka fagmennsku starfsfólks. …

Efling siðfræðikennslu í frístundastarfi Read More »

Ungmennaráð sértækra félagsmiðstöðva

Samstarfsverkefni Miðbergs, Gufunesbæjar, Kringlumýrar, Tjarnarinnar og Öryrkjabandalags Íslands. Markmiðið er að sameina raddir sértæku félagsmiðstöðvanna og skapa vettvang fyrir þau til að láta skoðanir sínar á ýmsum málefnum í ljós. Ungmennin verða virkir þátttakendur í málefnum sem snerta þau. Skólaárið 2019-2020 fékk verkefnið 1.000.000 kr. í styrk

Scroll to Top