Læsi

Markviss íslenskukennsla fjöltyngdra nemenda

Samstarfsverkefni Foldaskóla, Hamraskóla, Húsaskóla, frístundaheimilanna Simbaðs, Regnbogalands og Kastala og Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er að auka orðaforða, lesskilning og tjáningarfærni fjöltyngdra nemenda af erlendum uppruna til að þeir verði betur læsir á samfélag og nærumhverfi sitt og umfram allt gefa þeim sterkan grunn fyrir áframhaldandi nám hér á landi. Efla sjálfsmynd og trú á […]

Markviss íslenskukennsla fjöltyngdra nemenda Read More »

Efling siðfræðikennslu í frístundastarfi

Markmið verkefnisins er að efla hina siðfræðilegu vídd frístundastarfsins: Að gera starfsfólki og börnum auðveldara fyrir að ræða hinn siðferðilega veruleika með gagnrýna hugsun í fararbroddi þannig að börnin skilji þær reglur, boð og bönn sem í honum felast. Við teljum verkefnið stuðla að siðferðilegri yfirvegun, dómgreind og gagnrýninni hugsun barnanna og auka fagmennsku starfsfólks.

Efling siðfræðikennslu í frístundastarfi Read More »

Ungmennaráð sértækra félagsmiðstöðva

Samstarfsverkefni Miðbergs, Gufunesbæjar, Kringlumýrar, Tjarnarinnar og Öryrkjabandalags Íslands. Markmiðið er að sameina raddir sértæku félagsmiðstöðvanna og skapa vettvang fyrir þau til að láta skoðanir sínar á ýmsum málefnum í ljós. Ungmennin verða virkir þátttakendur í málefnum sem snerta þau. Skólaárið 2019-2020 fékk verkefnið 1.000.000 kr. í styrk

Ungmennaráð sértækra félagsmiðstöðva Read More »

Vísindaleikir – varmi og hitastig

Samstarfsverkefni tveggja leikskóla; Bjartahlíðar og Stakkaborgar og Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er að búa til fimm vísindaleiki um varma og hitastig. Vísindaleikir efla náttúru og vísindalæsi barna og þar með skilning þeirra á umhverfi sínu. jafnfram hefur það sýnt sig að þátttaka í verkefnunum fjölgar þeim möguleikum sem börn nýta sér í skapandi starfi. Ávinningur

Vísindaleikir – varmi og hitastig Read More »

Leikur, styðjandi samskipti og lærdómssamfélag

Samstarfsverkefnis fjögurra  leikskóla víðs vegar í borginni og unnið er í samstarfi við Rannung. Markmiðið er að efla fagmennsku deildarstjóra og annars starfsfólks leikskóla í þeim tilgangi að ná fram markmiðum sem sett hafa verið fram í nýrri menntastefnu Reykjavíkur um læsi, sjálfseflingu, skapandi hugsun, félagsfærni og heilbrigði barna. Einnig að styrkja leikskólann sem lærdómssamfélag

Leikur, styðjandi samskipti og lærdómssamfélag Read More »

Scroll to Top