Heilbrigði

Heilsueflandi grunnskóli

Handbók með leiðbeiningum fyrir skóla um að setja sér stefnu um hreyfingu, mataræði, geðrækt, öryggi, tannheilsu, fjölskyldu samskipti og stíga þannig skref í átt að verða heilsueflandi grunnskóli. Útgefin af Landlæknisembættinu. Í handbókinni eru gátlistar sem styðja við stefnumótunina. Á blaðsíðu 51 hefst umfjöllun um geðrækt þar sem fjallað er um tilfinningar og andlega líðan.

Heilsueflandi leikskóli

Leiðbeiningabæklingur um hvernig hægt er að móta stefnu um heilsueflandi leikskóla. Útgefið af Landlækni. Í honum er gátlistar um m.a. mataræði, geðrækt, öryggi og tannheilsu.

Samskiptaboðorðin

Bæklingur sem Landlæknisembættið hefur gefið út með leiðbeiningum um jákvæð samskipti fullorðinna og barna. 

Amicos non ficta / Tilfinninga- og vináttuverkefni

Verkefni sem Þórður Jörundsson þróaði til að efla stráka í að skilja og tjá sig um tilfinningar sínar á sama tíma og þeir hanna og skapa ýmsa hluti s.s. þrykkja boli, smíða hringa o.fl.

Barnaheill

Á vefsíðu Barnaheilla er m.a. að finna fræðsluefni og myndbönd um einelti, vanrækslu og börn á samfélagsmiðlum. Meðal efnis sem finna má á síðunni er Vinátta sem er efni fyrir börn frá 1 árs til 9 ára

Umboðsmaður barna

Á vef umboðsmanns barna má finn fjölbreytt efni sem tengist barnasáttmálanum og réttindum barna í víðum skilningi.

Börn og miðlanotkun

Handbók er ætluð foreldrum barna á grunnskólaaldri. Í henni er fjallað um sjónarmið sem gott er að hafa í huga í tengslum við miðlanotkun barna og ungmenna. Handbókin er þýdd og staðfærð af fjölmiðlanefnd og Heimili og skóla.

Gulrót

Sykurmagn í sælgæti

Myndband til að vekja fólk til umhugsunar um sykurmagn í sælgæti og kynna vefinn sykurmagn.is

Námsefni um örugga netnotkun

Á vef SAFT er fjölbreytt námsefni fyrir grunnskóla um örugga netnotkun. Þar má finna sérsniðin verkefni fyrir elsta stig, miðstig og yngsta stig grunnskóla.

Handbók fyrir leikskólaeldhús

Handbókin er með hagnýtar ábendingar fyrir starfsfólk leikskóla um hollustu og samsetningu fæðunnar, matseðlagerð, fæðuofnæmi og fæðuóþol, matvendni, hreinlæti, innkaup og matarsóun svo eitthvað sé nefnt.

Scroll to Top
Scroll to Top