Sjálfsefling

Fjölmenningarleg félagsmiðstöð

Í þessu myndbandi talar Ása Kristín Einarsdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Tónabæjar um fjölmenningarlegt félagsmiðstöðvarstarf.  Fjöltyngdum börnum hefur fjölgað í hverfinu og sérstaklega börnum sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd og með tilkomu Birtu. Í Tónabæ starfar fjöltyngdur starfsmaður sem talar mörg tungumál en er að læra íslensku eins og mörg barnanna. Það er öryggi fyrir þau […]

Fjölmenningarleg félagsmiðstöð Read More »

Valteri-skólinn og ráðgjöf í Finnlandi.

Valteri er finnsk ráðgjafamiðstöð  sem starfar undir finnsku menntamálastofnuninni. Valteri styður innleiðingu menntunar fyrir alla í öllum skólum Finnlands. Í samvinnu við heimasveitarfélagið styður ráðgjafamiðstöðin við að skólagöngu þeirra barna sem þurfa á stuðningi að halda með þverfaglegri sérfræðiþekkingu.  Veitt er fjölþætt þjónusta fyrir hvers kyns almennar, auknar og sérstakar stuðningsþarfir. Valteri hefur líka veitt

Valteri-skólinn og ráðgjöf í Finnlandi. Read More »

Kynning á samskiptaforritinu Snap Core First

Tjáskiptaforritið Snap Core First hefur verið staðfært fyrir íslenska notendur. Forritið er notað í Windows spjaldtölvum og augnstýritölvum.Í Klettaskóla eru nemendur að tileinka sér notkun þessa forrits og margir þeirra hafa tekið miklum framförum í tjáningu. Umsjónarkennarar 1. bekkjar í Klettaskóla segja hér frá hvernig þeir nota forritið, m.a. til að leggja inn kjarnaorð og

Kynning á samskiptaforritinu Snap Core First Read More »

Austur-Vestur sköpunarsmiðjur

Austur-Vestur-sköpunarsmiðjur  eru þróunarverkefni sem unnið er í samstarfi Ingunnarskóla, Selásskóla og Vesturbæjarskóla. Á vefsíðu verkefnisins má nálgast ítarlega upplýsingar um verkefnið. Verkefnið hlaut styrk í B-hluta þróunar og nýsköpunarsjóðs Skóla- og frístundaráðs fyrir skólaárið 2019-2020, 2020-2021 og 2021-2022.  Það fékk hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs í flokki samstarfsverkefna 2021 og var tilnefnt til Íslensku menntaverðlaunanna 2021

Austur-Vestur sköpunarsmiðjur Read More »

Sumarhópastarf – mögulega áhrifaríkasta hópastarfið í félagsmiðstöðvum?

Sumarhópastarf félagsmiðstöðvanna í Breiðholti er rótgróið.  Í þessu myndbandi kynnir Kári Sigurðsson og þrír unglingar sumarhópastarfið. Rætt er um af hverju þessir hópar eru mikilvægir til að efla unglinga, hver sé ávinningurinn, hvað kannanir á vegum HÍ hafa leitt í ljós og síðast en ekki síst hvað unglingunum finnst um sumarstarfið?

Sumarhópastarf – mögulega áhrifaríkasta hópastarfið í félagsmiðstöðvum? Read More »

Flotinn – Flakkandi félagsmiðstöð

Flotinn – flakkandi félagsmiðstöð er samstarfsverkefni frístundamiðstöðva í borginni. Starfsfólk Flotans sinnir vettvangsstarfi í hverfum borgarinnar utan opnunartíma félagsmiðstöðva í þeim tilgangi að hlúa að verndandi þáttum og lágmarka áhrif áhættuþátta í umhverfi unglinga. Flotinn hefur að markmiði að styrkja félagslega stöðu unglinga og skapa þeim aðstæður þar sem þeir geta notið æsku sinnar í öruggu umhverfi. Guðrún

Flotinn – Flakkandi félagsmiðstöð Read More »

Mengjakennsla hjá skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts

Tónlistarnemendum er raðað í hópa eða mengi sem hitta kennara sinn fjórum sinnum í viku í einkatímum og í hóptímum. Hugmyndin er að nemendur æfi sig ekki heima heldur fer tónlistarnámið fram innan veggja grunnskólans. Í þessu myndbandi fer Snorri Heimisson stjórnandi skólahljómsveitarinnar yfir fyrirkomulag svokallaðrar mengjakennslu.

Mengjakennsla hjá skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts Read More »

Útinám í leikskólanum Hálsaskógi

Í leikskólanum Hálsaskógi er löng hefð fyrir útinámi.  Í þessu erindi fjalla Bryndís Björk Eyþórsdóttir aðstoðarleikskólastjóri, Lilja Hauksdóttir myndlistarkennari og Þórir Garðarsson leiðbeinandi um það hvernig þemaverkefni í læsi (um Barbapabba) vatt upp á sig og varð að skemmtilegu útinámsverkefni. Heyra má í nokkrum börnum og farið er yfir ferlið í myndum og myndskeiðum. Þá

Útinám í leikskólanum Hálsaskógi Read More »

Scroll to Top