Sjálfsefling

Tví- og fjöltyngi

Hér má finna þrjá frábæra bæklinga um tvítyngi og fjöltyngi sem ætlaðir eru foreldrum og starfsfólki leik- og grunnskóla. Bæklingunum er ætlað að vera ítarefni til viðbótar foreldraviðtali með ráðgjöf eða foreldrafræðslu um málheim fjöltyngdra barna og gæðamálörvun. Foreldri bregst við tjáningu barnsins síns Málþroski tvítyngdra barna Tvítyngt barn og tungumál þess Miðja máls og […]

Tví- og fjöltyngi Read More »

Velkomin til starfa í leikskóla – meistaraverkefni

Velkomin til starfa í leikskóla – Stafrænt fræðsluefni fyrir leiðbeinendur við upphaf starfs er fræðsluefni fyrir nýja leiðbeinendur í leikskólum og leiðbeiningar fyrir þá sem taka á móti þeim til starfa. Verkefnið er lokaverkefni Melkorku Kjartansdóttur við deild kennslu- og menntunarfræða í Háskóla Íslands. Verkefnið var eitt sjö meistaraverkefna sem fékk viðurkenningu skóla- og frístundaráðs

Velkomin til starfa í leikskóla – meistaraverkefni Read More »

Heilabrot – þættir um andlega heilsu

Í þáttunum kryfja Steiney Skúladóttir og Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir til mergjar geðheilsu ungs fólks en kvíði og aðrir andlegir kvillar eru sívaxandi vandamál.  Fjallað er um nokkra tiltekna kvilla, meðferð og mögulegar úrlausnir, algengar mýtur og rætt við fólk sem hefur greinst með geðröskun, aðstandendur og fagfólk. Þættirnir eru sex og um 30 mínútur hver.

Heilabrot – þættir um andlega heilsu Read More »

Ofbeldi unglinga – fræðsluefni frá lögreglu

Umfjöllun og stutt myndbönd um þá áhættuhegðun sem felst í slagsmálum unglinga en rannsóknir hafa sýnt að ofbeldismenning er útbreidd í þessum aldurshópi. Sprottið hafa upp síður á samfélagsmiðlum og lokaðir hópar þar sem birt eru myndbönd af unglingum, jafnvel grófum slagsmálum á meðan aðrir standa aðgerðarlausir og fylgjast með eða hvetja til dáða. Snúa

Ofbeldi unglinga – fræðsluefni frá lögreglu Read More »

Rætur – þættir um fólk sem á rætur um allan heim

Fimm sjónvarpsþættir á ruv.is um fólk sem hefur sest að á Íslandi af ólíkum ástæðum. Í þáttunum er fjallað um innflytjendur á Íslandi, siði og venjur í ólíkum löndum, sambýli íslenskunnar og annara tungumála, að vera útlendingur á íslenskum vinnumarkaði og birtingarmyndir innflytjenda í fjölmiðlum. Hver þáttur er um 30 mín.

Rætur – þættir um fólk sem á rætur um allan heim Read More »

Scroll to Top