3-6 ára

Heimamál – tungumálavikur

Heimamál er það tungumál sem barn talar á heimili sínu. Í tungumálavikum eru heimamál barna og kennara tekin fyrir í leikskólanum. Þá er sjónum beint að einu tungumáli í hverri viku. Hugmyndin á bak við tungumál vikunnar er að hvert tungumál fái rými í skipulagi leikskólans. Áhersla er á að kenna íslensku í leikskólanum en um …

Heimamál – tungumálavikur Read More »

Tannhirða og tannvernd

Fjölbreytt fræðslumyndbönd um tannhirðu og tannvernd. Myndböndin fjalla um mismunandi hliðar tannhirðu og má nálgast myndbönd um tannhirðu fyrir börn á ensku, pólsku og rússnesku. Hér fyrir neðan má sjá hluta myndbandanna.

Skýrsla eflingu sjálfsmyndar og félagsfærni barna

Starfshópinn skipuðu fulltrúar frá leikskólasviði og mentasviði Reykjavíkurborgar árið 2008. Samhliða skýrslunni voru unnir gátlistar um sjálfsmynd og félagsfærni barna 1-16 ára sem eru ætlaðir til notkunar í daglegu starfi. Skýrslan og gátlistarnir eru vistuð á vef Reykjavíkurborgar.

Að efla lýðræði í frjálsum leik

Grein eftir Gunnlaug Sigurðsson í Netlu þar sem fjallað er um fræðilegan grunn að þróunarverkefni um lýðræði í frjálsum leik. Í greininni Lýðræði í frjálsum leik barna sem birtist í Netlu, veftímariti um uppeldi og menntun, er fjallað um hvaða fræði lágu til grundvallar  þróunarverkefnis sem unnið var í leikskóla. Markmið verkefnisins var að efla …

Að efla lýðræði í frjálsum leik Read More »

Stig af stigi

Námsefni fyrir leikskóla til að þjálfa og bæta félags- og tilfinningaþroska. Stig af stigi er notað til að kenna börnum að skilja aðra og láta sér lynda við þá, að leysa úr vanda og byggja upp félagslegan skilning. Börnunum er þar að auki kennt að hafa stjórn á æsingi og reiði. Efninu er skipt upp …

Stig af stigi Read More »

Vináttuverkefni Barnaheilla

Á vef Barnaheilla má finna verkefnið Vináttu. Það byggir á nýjustu rannsóknum á aðgerðum gegn einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem mikilvægt er að séu samofin öðru starfi þeirra skóla sem vinna með efnið.  Vináttu-verkefnið býður upp á raunhæf verkefni fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra. Þátttaka allra í þessu forvarnarverkefni er grundvöllur þess …

Vináttuverkefni Barnaheilla Read More »

Calm – frítt núvitundarapp á netinu

Þeir sem vinna með börnum og ungmennum geta sótt um frían aðgang að Calm-appinu. Þar má finna fjölmargar núvitundaræfingar með leiðsögn á ensku, tónlist, róandi umhverfishljóð og sögur sem hægt er að hlusta á, t.d. í slökun og fyrir háttatíma. Hægt er að sækja skólaútgáfu af appinu á ensku vefnum.

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Almennar upplýsingar um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sáttmálinn í heild sinni. Barnasáttmálinn og verkefni honum tengd er til á ýmsum tungumálum sem sækja má á vefinn.

68 Heimspekiæfingar fyrir börn og unglinga

Hér má finna 68 æfingar í heimspeki sem Jóhann Björnsson tók saman og eru á rafbókarformi sem gefin er út af Námsgagnastofnun 2014. Æfingarnar er hægt að nota í ýmsum námsgreinum og starfi með börnum og unglingum til þess að spyrja, hugsa og rökræða.  

Scroll to Top
Scroll to Top