9-12 ára

Vegurinn heim

Íslensk heimildamynd með viðtölum við fimm börn innflytjenda á Íslandi.  Í myndinni ræða börnin líf sitt og tilveru hér á landi og lýsa upplifun sinni af því að vera á mörkum ólíkra menningarheima. Efnið er þarft innlegg í kennslu og umræðu um fjölmenningu hér á landi. Myndin er aðgengileg með kennsluleiðbeiningum á vef Menntamálastofnunar.  

Vegurinn heim Read More »

Nýsköpunarmennt – handbók kennara

Nýsköpunarmennt er kennslufræðileg aðferð fyrir alla grunnskólakennara sem vilja vekja löngun nemenda til að uppgötva og skapa. Í Handbók fyrir kennara um Nýsköpunarmennt er fjallað um nýsköpunarmennt sem námsaðferð. Unga fólkið kemur auga á eitthvert vandamál í daglegu lífi sínu og reynir síðan að finna lausn á því með sinni eigin uppfinningu. Í þessu ferli

Nýsköpunarmennt – handbók kennara Read More »

Heilsueflandi félagsmiðstöðvar

Hlutverk félagsmiðstöðva er að efla og styrkja heilsu og velferð barna og unglinga, hlúa að verndandi þáttum og lágmarka áhrif áhættuþátta í umhverfinu. Áhersla er lögð á að að vinna með sjálfsmynd, umhyggju, félagsfærni, virkni og þátttöku. Sjá heilsueflandi félagsmiðstöðvar.  Í forvarnar- og lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar og Viðmiðum og vísbendingum fyrir innra og ytra mat á

Heilsueflandi félagsmiðstöðvar Read More »

Barnamenningarhátíð í Reykjavík

Þessi einstaka þátttökuhátíð spannar allar listgreinar sem börn og fullorðnir geta notið sér að kostnaðarlausu. Leiðarljós Barnamenningarhátíðar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn.​ Borgin öll er vettvangur hátíðarinnar og er boðið upp á fjölbreytta viðburði í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. Jafnframt er dagskrá í Ráðhúsi

Barnamenningarhátíð í Reykjavík Read More »

Scroll to Top