Kveikjur

Snjöll málörvun – leggur grunninn að farsælla lestrarnámi

Á þessari vefsíðu geta foreldrar og aðrir aðstandendur barna á leikskólaaldri fengið verkfæri til að efla færni barna í íslensku og undirbúa þau betur fyrir lestrarnám. Undir flipanum gagnlegir hlekkir og forrit eru listar að fjölbreyttum vefsíðum, leikjum og öppum til að efla mál barna.

Leikjavarpið

Leikjavarpið er íslenskt hlaðvarp þar sem fjallað er um það helsta úr heimi tölvuleikja. Umfjöllun um tölvuleiki er yfirleitt á ensku en í Leikjavarpinu er fjallað um þá á íslensku. Í þáttum Leikvarpsins er meðal annars fjallað um nýlega tölvuleiki, tölvuleikjafréttir og valdir tölvuleikir eru gagnrýndir.

Myndir segja meira

Í þessu erindi segir Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur frá sköpunarferli barnabóka og skoðar þær út frá samspili teikninga og texta. Erindið flutti hún á menntastefnumóti 10. maí 2021. Börn verða myndlæs löngu áður en þau læra að ráða í stafi og orð. Þá sjá börn oft smáatriði í myndum sem fara framhjá hinum textamiðaða fullorðna …

Myndir segja meira Read More »

Listrænt ákall til náttúrunnar

Í þessu myndbandi segir Ásthildur B. Jónsdóttir verkefnastjóri frá LÁN (Listrænt ákall til náttúrunnar) sem er þverfaglegt þróunarverkefni í 16 grunn- og leikskólum í Reykjavík. Hún fjallar um hugmyndafræðina, kennslu og framkvæmdina, auk þess sem sýnt er frá afrakstri og uppskeruhátíð verkefnisins, sýningu á Barnamenningarhátíð vorið 2021.

#útierbest

Í þessu myndbandi er sagt er frá þremur skemmtilegum dagskrárliðum sem MÚÚ stendur fyrir og eru til þess fallnir að efla útivist og útinám í nærumhverfi barna og unglinga í skóla og frístundastarfi; – Úti er ævintýri útinámsdagskrá – Lundurinn útikennslustofa og útieldhús – Efnisveitan náttúrulegur efniviður Miðstöð útivistar og útináms (MÚÚ) er þekkingarstöð í …

#útierbest Read More »

Sjálfbærni – náttúra – sköpun (LÁN) í Foldaskóla

Í þessu myndbandi segja Karen Björk Guðjónsdóttir, Rut Friðriksdóttir og fleiri kennarar í Foldaskóla frá þemaverkefninu Sjálfbærni-náttúra og sköpun, sem unnið var á vormisseri 2021 í samstarfi við LÁN – listrænt ákall til náttúrunnar. Foldaskóli er Grænfánaskóli og heilsueflandi skóli og kallaðist verkefnið því vel á við áherslur skólans í umhverfismálum. Í 5. bekk völdu …

Sjálfbærni – náttúra – sköpun (LÁN) í Foldaskóla Read More »

Menningarmót í 5. bekk

Á Menningarmótum fá nemendur tækifæri til að hittast og kynna sína persónulegu menningu í hvetjandi umhverfi. Ekki er endilega um að ræða þjóðarmenningu eða upprunamenningu einstaklinga heldur er markmiðið að hver og einn varpi ljósi á það sem skiptir hann mestu máli eða vekur áhuga hans. Í þessu myndbandi er sýnt frá menningarmóti í 5. …

Menningarmót í 5. bekk Read More »

Stærðfræði í daglegu lífi – Samvinnunám á miðstigi

Þetta verkefni í stærðfræði sem unnið var í Norðlingaskóla var unnið á gömlum grunni í anda leiðsagnarnáms þar sem nemendur voru hvattir til að tala um stærðfræðihugtök, fengu fyrirmyndir og lögðu sitt af mörkum í leit að fjölbreyttum lausnaleiðum í verkefnavinnunni. Í þessu myndbandi segja kennarar og nemendur frá stærðfræðináminu.  

Sund- og íþróttakennsla í Norðlingaskóla

Í þessu myndbandi er sýnt hvernig Sandra Rán Garðarsdóttir kennir yngstu nemendunum fyrstu sundtökin í bringusundi. Hún sýnir hvaða kennsluaðferðir hún notar til að nemendur nái þessari mikilvægu grunnfærni. Elvar Þór Friðriksson íþróttakennari sýnir hvernig farið er með með nemendum í gegnum hugleiðslu/slökun en það fyrirkomulag hefur skilað sér í betri virkni og líðan nemenda.   …

Sund- og íþróttakennsla í Norðlingaskóla Read More »

Scroll to Top
Scroll to Top