Kveikjur

Leikjavarpið

Leikjavarpið er íslenskt hlaðvarp þar sem fjallað er um það helsta úr heimi tölvuleikja. Umfjöllun um tölvuleiki er yfirleitt á ensku en í Leikjavarpinu er fjallað um þá á íslensku. Í þáttum Leikjavarpsins er meðal annars fjallað um nýlega tölvuleiki, tölvuleikjafréttir og valdir tölvuleikir eru gagnrýndir.

Leikjavarpið Read More »

Myndir segja meira

Í þessu erindi segir Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur frá sköpunarferli barnabóka og skoðar þær út frá samspili teikninga og texta. Erindið flutti hún á menntastefnumóti 10. maí 2021. Börn verða myndlæs löngu áður en þau læra að ráða í stafi og orð. Þá sjá börn oft smáatriði í myndum sem fara framhjá hinum textamiðaða fullorðna

Myndir segja meira Read More »

#útierbest

Í þessu myndbandi er sagt er frá þremur skemmtilegum dagskrárliðum sem MÚÚ stendur fyrir og eru til þess fallnir að efla útivist og útinám í nærumhverfi barna og unglinga í skóla og frístundastarfi;– Úti er ævintýri útinámsdagskrá– Lundurinn útikennslustofa og útieldhús– Efnisveitan náttúrulegur efniviður Miðstöð útivistar og útináms (MÚÚ) er þekkingarstöð í skóla- og frístundastarfinu

#útierbest Read More »

Sjálfbærni – náttúra – sköpun (LÁN) í Foldaskóla

Í þessu myndbandi segja Karen Björk Guðjónsdóttir, Rut Friðriksdóttir og fleiri kennarar í Foldaskóla frá þemaverkefninu Sjálfbærni-náttúra og sköpun, sem unnið var á vormisseri 2021 í samstarfi við LÁN – listrænt ákall til náttúrunnar. Foldaskóli er Grænfánaskóli og heilsueflandi skóli og kallaðist verkefnið því vel á við áherslur skólans í umhverfismálum. Í 5. bekk völdu

Sjálfbærni – náttúra – sköpun (LÁN) í Foldaskóla Read More »

Stærðfræði í daglegu lífi – Samvinnunám á miðstigi

Þetta verkefni í stærðfræði sem unnið var í Norðlingaskóla var unnið á gömlum grunni í anda leiðsagnarnáms þar sem nemendur voru hvattir til að tala um stærðfræðihugtök, fengu fyrirmyndir og lögðu sitt af mörkum í leit að fjölbreyttum lausnaleiðum í verkefnavinnunni. Í þessu myndbandi segja kennarar og nemendur frá stærðfræðináminu.

Stærðfræði í daglegu lífi – Samvinnunám á miðstigi Read More »

Sund- og íþróttakennsla í Norðlingaskóla

Í þessu myndbandi er sýnt hvernig Sandra Rán Garðarsdóttir kennir yngstu nemendunum fyrstu sundtökin í bringusundi. Hún sýnir hvaða kennsluaðferðir hún notar til að nemendur nái þessari mikilvægu grunnfærni. Elvar Þór Friðriksson íþróttakennari sýnir hvernig farið er með með nemendum í gegnum hugleiðslu/slökun en það fyrirkomulag hefur skilað sér í betri virkni og líðan nemenda.  

Sund- og íþróttakennsla í Norðlingaskóla Read More »

Scroll to Top