Myndbönd

Amicos non ficta / Tilfinninga- og vináttuverkefni

Verkefni sem Þórður Jörundsson þróaði til að efla stráka í að skilja og tjá sig um tilfinningar sínar á sama tíma og þeir hanna og skapa ýmsa hluti s.s. þrykkja boli, smíða hringa o.fl.

Barnaheill

Á vefsíðu Barnaheilla er m.a. að finna fræðsluefni og myndbönd um einelti, vanrækslu og börn á samfélagsmiðlum. Meðal efnis sem finna má á síðunni er Vinátta sem er efni fyrir börn frá 1 árs til 9 ára

Stjórnlög unga fólksins

Flott fræðslu-og vakningarsíða um stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Þar er að finna fræðslumyndbönd og verkefni tengd stjórnarskránni og upplýsingar um þing ungmennaráða um stjórnarskrána.

Stuðningur við liðsheildarvinnu

Á heimasíðu Edutophia (Geroge Lucas Educational Foundation) er umfjöllun og stutt myndbönd sem geta stutt við liðsheildarvinnu í barna- og unglingahópum þannig að öllum líði eins og þeir séu hluti af hópnum.

Samúð og samhygð

Á heimasíðu Melli O´Brien, sem m.a. er jógakennari og núvitundarsérfræðingur, er að finna umfjöllun um samhygð (e. empathy) og stutta teiknimynd þar sem Dr. Brené Brown fer yfir muninn á samúð og samhygð. Myndina hentar vel í vinnu með starfsfólki og/eða unglingum.

Gulrót

Sykurmagn í sælgæti

Myndband til að vekja fólk til umhugsunar um sykurmagn í sælgæti og kynna vefinn sykurmagn.is

Kynlífsvæðing kvenna í fjölmiðlun

Stutt myndband á ensku þar sem tekið er fyrir hvernig mynd fjölmiðlar draga upp af konum. Athugið að mögulega þarf að staðfesta aldur notenda til að horfa á myndbandið.

Alls kyns um kynferðismál – stuttmynd

Í þessari teiknuðu stuttmynd á vef Menntamálastofnunar er fjallað um ýmsar hliðar kynferðismála. Rætt er um hugtök eins og kyn, kynvitund, kynhneigð og kynlíf. Myndin er einkum ætluð 13–15 ára nemendum og er textuð. Höfundur myndarinnar er Þórdís Elva Þorvaldsdóttir.

Youmo- vefsíða um kynheilbrigði

Frábær sænskur fræðsluvefur um allt mögulegt sem tengist kynheilbrigði og unglingsárunum. Þessi síða er á sex tungumálum og geymir glærur, myndbönd, greinar og ýmislegt sniðugt til að nota í kennslu.

Scroll to Top
Scroll to Top