Myndbönd

,,Tungumálið er eins og ofurmáttur”

Upptökur af ritunarþingi á vegum Menntamálastofnunar sem fór fram 11.apríl 2018 til að vekja athygli á gildi ritunar í grunnskólum. Meðal fyrirlesara var Davíð Stefánsson rithöfundur sem hélt erindi undir þessari fyrirsögn; Tungumálið er ofurmáttur. Sjá upptöku af ritunarþingi hér fyrir neðan.

Leikur og nám með LEGO

Leiðsagnarvefur um legóþjarka og vélræna högun fyrir kennara og nemendur á yngsta stigi og miðstigi.  

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5. – 7. bekk grunnskóla. Á vef keppninnar má finna upplýsingar um keppina auk fjölbreytts fróðleiks fyrir kennara til að styðja við nýsköpunarvinnu með nemendum í 5.-7. bekk. 

Forritunarkeppni grunnskóla

Tölvubraut Tækniskólans stendur fyrir Forritunarkeppni grunnskólanna. Markmið keppninnar er að kynna forritun fyrir grunnskólanemendum og skapa vettvang þar sem þeir geta komið saman og leyst skemmtileg verkefni. Á vef síðunnar má einnig sjá upplýsingar um námskeið í forritun sem haldin eru fyrir nemendur í grunnskólum og leiðbeiningar og vísun á myndbönd sem kenna forritun.

Design thinking

Í aðferðafræði Design Thinking er lögð áhersla á upplifun, samkennd með notendum og nýsköpun. Vefur um Design thinking – aðferðina Grein eftir Samuel Tschepe um hvernig þessi aðferðarfræði nýtist í kennslu.

Biophilia – menntaverkefni

Biophilia menntaverkefnið byggir á samnefndu listaverki og hugmyndafræði Bjarkar Guðmundsdóttur, þar sem sköpunargáfan er virkjuð sem kennslu- og rannsóknarverkfæri. Tónlist, tækni og náttúruvísindi eru tengd saman á nýstárlegan hátt og nemendum gefinn kostur á frjálsri sköpun. Áhersla er lögð á að styrkja nemendur í sjálfstæðri hugsun og efla sjálfstraust þeirra með virkri þátttöku, tilraunum, leik …

Biophilia – menntaverkefni Read More »

Snjallvefjan

Viltu nota tæknina til að mæta þörfum nemenda sem glíma við náms- og lestrarerfiðleika? Á Snjallvefjunni er margvíslegur fróðleikur um stuðning í námi með rafrænum lausnum, kennslumyndbönd og netspjall.

Scroll to Top
Scroll to Top