Myndbönd

Snillismiðjur í Hólabrekkuskóla

Í þessu myndbandi kynnir Engilbert Imsland, kennari í Hólabrekkuskóla Snillismiðju skólans og hvernig hann nýtir hana í tengslum við kennslu.

Vináttuverkefni Barnaheilla

Á vef Barnaheilla má finna verkefnið Vináttu. Það byggir á nýjustu rannsóknum á aðgerðum gegn einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem mikilvægt er að séu samofin öðru starfi þeirra skóla sem vinna með efnið.  Vináttu-verkefnið býður upp á raunhæf verkefni fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra. Þátttaka allra í þessu forvarnarverkefni er grundvöllur þess …

Vináttuverkefni Barnaheilla Read More »

Handbók ungmennaráða sveitarfélaganna

Handbók og myndbönd um starf ungmennaráða. Ritstjórn Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir. Handbókin er á rafrænu formi og er fyrst ogt fremst hugsuð sem gagnabanki um ungmennaráð sveitarfélaga. Hún er fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga og vilja til að gefa ungmennum og skoðunum þeirra meira vægi í sveitastjórnarmálum. Í handbókinni má finna upplýsingar um …

Handbók ungmennaráða sveitarfélaganna Read More »

Alls kyns um kynþroskann

Á vef Menntamálastofnunar er fræðslumyndbandið Alls kyns um kynþroskann. Höfundur þess er Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Þetta er teiknimynd sem ætluð er fyrir nemendur á miðstigi. Myndin er ágætis kveikja að umræðum í nemendahópum. Skoða fræðslumyndbandið.

Heimspeki með börnum

Á heimspekivef Garðaskóla má finna upplýsingar um hvernig hægt er að vinna með heimspeki með börnum og unglingum. Þar sem er m.a. að finna upplýsingar um hvað heimspeki er, kynningarmyndbönd og fræðilegar undirstöður heimspekilegarar vinnu. Heimspekivefur Garðaskóla.

Innihaldsríkt líf

Myndband sem skoðar 3000 ára glímu mannkynsins við að leita svara við spurningunni um hvernig á að lifa innihaldsríku lífi. Myndbandið tengist verkefni sem kallast #CharacterDay sem haldinn er árlega til að hvetja til samtals og verkefna sem tengjast mannkostum. Dagurinn var fyrst haldinn 2014. Myndbandið hentar í vinnu með starfsfólki og börnum á aldrinum …

Innihaldsríkt líf Read More »

Valdefling í gegnum heimspekilega vinnu

Fjölbreyttar upplýsingar um heimspeki með börnum og unglingum er að finna á heimasíðu miðstöðvar fyrir heimspeki með börnum (Center for Philosophy for Children) sem starfar við Háskólann í Washington. Lögð er áhersla á hvernig hægt er að valdefla ungt fólk í gegnum heimspekilega vinnu.

Scroll to Top
Scroll to Top