Myndbönd

Frístundalæsi – hvernig efla má mál og læsi á frístundaheimilum?

Frístundalæsi er frjór hugmyndabanki sem hefur það að markmiði að efla málskilning og læsi á frístundaheimilum borgarinnar. Höfundar bankans, þær Tinna Björk Helgadóttir og Fatou Nesta Ndure, hafa unnið að þessu þróunarverkefni síðastliðin ár í samstarfi við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Rannsóknarmiðstöð Íslands. Lögð er áhersla á gott og hagnýtt efni fyrir starfsfólk […]

Frístundalæsi – hvernig efla má mál og læsi á frístundaheimilum? Read More »

Einhverfa – fræðsla

Einhverfusamtökin bjóða upp á fræðsluerindi fyrir skóla, atvinnulífið og aðra aðila sem áhuga hafa á að fræðast um einhverfu.Guðlaug Svala Kristjánsdóttir annast fræðslustarf samtakanna. Í þessu myndbandi segir hún frá fræðslu sem miðar að því að auka skilning og þekkingu á einhverfurófinu og þar með stuðla að bættum samskiptum og líðan, hvort sem er í

Einhverfa – fræðsla Read More »

#útierbest

Í þessu myndbandi er sagt er frá þremur skemmtilegum dagskrárliðum sem MÚÚ stendur fyrir og eru til þess fallnir að efla útivist og útinám í nærumhverfi barna og unglinga í skóla og frístundastarfi;– Úti er ævintýri útinámsdagskrá– Lundurinn útikennslustofa og útieldhús– Efnisveitan náttúrulegur efniviður Miðstöð útivistar og útináms (MÚÚ) er þekkingarstöð í skóla- og frístundastarfinu

#útierbest Read More »

Mig dreymir um að verða … Stoðdeildin Birta

Í þessu myndbandi sem sýnt var á Menntastefnumótinu 2021 er sagt frá verkefninu Að endurskrifa sögur stríðs í sögur friðar og greina nemendur við stoðdeild Birtu lífssögu sína og segja frá framtíðardraumum sínum. Börnin lesa saman valdar barnasögur frá ýmsum menningarheimum sem koma inn á hluti eins og að taka jákvæðar ákvarðanir, hjálpa öðrum og sýna

Mig dreymir um að verða … Stoðdeildin Birta Read More »

Sjálfbærni – náttúra – sköpun (LÁN) í Foldaskóla

Í þessu myndbandi segja Karen Björk Guðjónsdóttir, Rut Friðriksdóttir og fleiri kennarar í Foldaskóla frá þemaverkefninu Sjálfbærni-náttúra og sköpun, sem unnið var á vormisseri 2021 í samstarfi við LÁN – listrænt ákall til náttúrunnar. Foldaskóli er Grænfánaskóli og heilsueflandi skóli og kallaðist verkefnið því vel á við áherslur skólans í umhverfismálum. Í 5. bekk völdu

Sjálfbærni – náttúra – sköpun (LÁN) í Foldaskóla Read More »

Stærðfræði í daglegu lífi – Samvinnunám á miðstigi

Þetta verkefni í stærðfræði sem unnið var í Norðlingaskóla var unnið á gömlum grunni í anda leiðsagnarnáms þar sem nemendur voru hvattir til að tala um stærðfræðihugtök, fengu fyrirmyndir og lögðu sitt af mörkum í leit að fjölbreyttum lausnaleiðum í verkefnavinnunni. Í þessu myndbandi segja kennarar og nemendur frá stærðfræðináminu.

Stærðfræði í daglegu lífi – Samvinnunám á miðstigi Read More »

Sjálfsþekking og markþjálfun í Háteigsskóla

Í þessu myndbandi er fjallað um mikilvægi sjálfsþekkingar í nútímasamfélagi og hvernig unnið er með markþjálfun í námi í Háteigsskóla. Arndís Steinþórsdóttir skólastjóri og Ingunn Ásta Sigmundsdóttir kennari fjalla um hvernig leitast er við að efla einstaklinginn sem virkan þátttakanda í námi og skapa honum aðstæður til að skipuleggja það. Með því að gefa nemendum

Sjálfsþekking og markþjálfun í Háteigsskóla Read More »

Scroll to Top