Vefsvæði

Fræðsla fyrir skólahópa í Húsdýragarðinum

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn býður upp á fjölbreytta fræðslu fyrir skólahópa á öllum skólastigum. Leikskólar og grunnskólar Reykjavíkurborgar geta sótt fræðsluna án endurgjalds og það er í boði að sækja fræðsluna allt skólaárið. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þá fræðslu sem í boði er auk þess sem að allir aldurshópar geta komið í leiðsögn […]

Fræðsla fyrir skólahópa í Húsdýragarðinum Read More »

Millimenningarfræðsla

Um er að ræða kynningar, fræðslu og gagnkvæm skoðanaskipti til að efla jákvætt viðhorf, afla sér þekkingar og færni kennara og starfsfólks til að koma til móts við fjölbreyttar þarfir nemenda. Áherslan er lögð á helstu upplýsingar um viðkomandi land og málumhverfi, um skólakerfið og foreldrasamstarf. Sjá á vef Miðju máls og læsis. 

Millimenningarfræðsla Read More »

Vísindavaka

Vísindavaka er nemendamiðað hálf stýrt leitarnám þar sem nemendur í 6. til 10. bekk læra um ferli vísinda með því að búa til eigin tilraun, gera samanburðartilraun og kanna áhrif breyta. Í verkefninu Vísindavöku hanna nemendur samanburðartilraun og læra um breytur með því að skilgreina þær í athugunum sínum. Með því að safna gögnum og

Vísindavaka Read More »

Skólar og stríð – UNICEF

Myndband um hvað verður um skóla þegar stríð og hamfarir ganga yfir. Í myndbandinu skoðar Ævar Þór Benediktsson, einnig þekktur sem Ævar vísindamaður, skólastarf við neyðaraðstæður. Ævar fær aðstoð Héðins Halldórssonar, sem starfar fyrir UNICEF með sýrlenskum börnum á flótta í Líbanon, og við heyrum sögur fimm barna sem flúið hafa átök í heimalöndum sínum.

Skólar og stríð – UNICEF Read More »

Scroll to Top