Læsi

Myndir segja meira

Í þessu erindi segir Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur frá sköpunarferli barnabóka og skoðar þær út frá samspili teikninga og texta. Erindið flutti hún á menntastefnumóti 10. maí 2021. Börn verða myndlæs löngu áður en þau læra að ráða í stafi og orð. Þá sjá börn oft smáatriði í myndum sem fara framhjá hinum textamiðaða fullorðna …

Myndir segja meira Read More »

Uppspretta – safnafræðsla fyrir börn

Í þessu kynningarmyndbandi er farið stuttlega yfir efni á vefnum Uppspretta þar sem kynna má sér fjölmörg fræðslutilboð lista- og menningarstofnana í borginni. Í gegnum Uppspretu má bóka skólaheimsóknir.    

Þjónusta talmeinafræðinga við börn með málþroskaröskun

Í þessu myndbandi fara talmeinafræðingarnir Anna Lísa Benediktsdóttir og Valdís Björk Þorgeirsdóttir talmeinafræðingar yfir hvað málþroskaröskun DLD (e.Developmental Language Disorder) er og kynna hvaða þjónustu er að fá á þjónustumiðstöðvum borgarinnar fyrir leik- og grunnskólabörn með málþroska- og málhljóðaröskun.    

“Það myndast svona Skrekksfjölskylda. Það er alveg rosalega mikið traust í þessu”

Í þessu myndbandi er fjallað um Skrekk, hæfileikakeppni SFS, út frá ýmsum sjónarhornum. Harpa Rut Hilmarsdóttir Skrekksstýra fer yfir farinn veg. Þá segir Jóna Guðrún Jónsdóttir frá rannsókn sem hún gerði á áhrifum þess að taka þátt í Skrekk á líðan og sjálfsmynd unglinga.  Saga María og Kári Freyr, fyrrum þátttakendur í Skrekk koma í …

“Það myndast svona Skrekksfjölskylda. Það er alveg rosalega mikið traust í þessu” Read More »

Listrænt ákall til náttúrunnar

Í þessu myndbandi segir Ásthildur B. Jónsdóttir verkefnastjóri frá LÁN (Listrænt ákall til náttúrunnar) sem er þverfaglegt þróunarverkefni í 16 grunn- og leikskólum í Reykjavík. Hún fjallar um hugmyndafræðina, kennslu og framkvæmdina, auk þess sem sýnt er frá afrakstri og uppskeruhátíð verkefnisins, sýningu á Barnamenningarhátíð vorið 2021.

Kennsluefni í kynja- og hinseginfræðum fyrir leik- og grunnskóla

Í þessari greinargerð eftir Bjarklindi Björk Gunnarsdóttur er gott yfirlit yfir kennsluefni í kynja- og hinseginfræðum fyrir leik- og grunnskólabörn. Yfirlitið er skýrt og aðgengilegt og kennsluefnið í ýmsu formi, s.s. myndefni, lesefni og leikjum og bæði á íslensku og ensku. Kynja- og hinseginfræðsla er mikilvæg á öllum skólastigum. Hún leiðir til aukins skilnings á …

Kennsluefni í kynja- og hinseginfræðum fyrir leik- og grunnskóla Read More »

Hugtakaskilningur í stærðfræði í 6. bekk – leiðsagnarnám

Í þessum fyrirlestri Hrundar Gautadóttur og Halldóru Sverrisdóttur kennara í Dalskóla er sagt frá starfandarannsókn í 6. bekk. Þær segja frá því hvernig stærðfræðikennarar geta aukið færni sína í að kenna stærðfræðihugtök ásamt því að efla hugtakaskilning nemenda í stærðfræði í gegnum leiðsagnarnám. Fyrirlesturinn var haldinn á menntastefnumóti 10. maí 2021. Sjá einnig fyrirlestrana Allir …

Hugtakaskilningur í stærðfræði í 6. bekk – leiðsagnarnám Read More »

Allir í bátana – um starfendarannsóknir í Dalskóla

Í þessu erindi sem flutt var á menntastefnumótinu 10. maí 2021 segir Hildur Jóhannesdóttir skólastjóri í Dalskóla frá því hvers vegna og hvernig allir kennarar í hennar skóla gera árlega starfendarannsókn um valið rannsóknarefni. Starfendarannsóknir eru mikilvægar í skólanum til þess að festa virkt lærdómssamfélag í sessi.

Drengir og grunnskólinn

Í þessu erindi segir Nanna Kristin Christiansen frá því hvernig leiðsagnarnám getur stuðlað að góðu námsumhverfi fyrir bæði drengi og stúlkur. Erindið var upphaflega flutt á ráðstefnunni “En ég var einn – sjálfsmynd stráka og kerfið”.

Scroll to Top
Scroll to Top