Sjálfsefling

Töfrandi tungumál – skýrsla

Í leikskólanum Miðborg hefur verið unnið að þróunarverkefninu Töfrandi tungumál . Verkefnið felst í því að innleiða kennsluaðferð sem kallast LAP (Linguistically Appropriate Practice) þar sem heimamál allra barna eru eðlilegur hluti af skólastarfinu. Aðferðin er þróuð í Kanada af Roma Chumak-Horbatsch. Sjá skýrslu um verkefnið

Töfrandi tungumál – skýrsla Read More »

Vináttufærniþjálfun í frístundastarfi

Gleðipinnar – Samskipta og vináttufærninámskeið í 8 tímum er kennsluáætlun fyrir námskeið sem Íunn Eir Gunnarsdóttir hélt fyrir börn í 1. og 2. bekk í frístundaheimilinu Glaðheimum í samstarfi við Langholtsskóla. Kennsluáætlunin fer yfir öll verkefnin sem farið var í, hvað ber að varast og hvernig hægt er að bregðast við mögulegum vandamálum.

Vináttufærniþjálfun í frístundastarfi Read More »

Jafnréttisbaráttan – Kennsluefni fyrir 5.-10. bekk

Kennsluefnið í heild sinni má finna á vef Kvennréttindafélags Íslands og er ætlað efri bekkjum grunnskóla 5.-10. bekk. Það samanstendur af sex æfingum og einu hópverkefni og hver æfing stendur sjálfstætt og því er frjálst að velja og nýta eitt verkefni. Stök æfing gæti átt heima í námsgreinum eins og samfélagsfræði, sögu, íslensku og stærðfræði.

Jafnréttisbaráttan – Kennsluefni fyrir 5.-10. bekk Read More »

Fræðsla fyrir skólahópa í Húsdýragarðinum

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn býður upp á fjölbreytta fræðslu fyrir skólahópa á öllum skólastigum. Leikskólar og grunnskólar Reykjavíkurborgar geta sótt fræðsluna án endurgjalds og það er í boði að sækja fræðsluna allt skólaárið. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þá fræðslu sem í boði er auk þess sem að allir aldurshópar geta komið í leiðsögn

Fræðsla fyrir skólahópa í Húsdýragarðinum Read More »

Fyrirlestur um ADHD

Líðan barna er mikilvægur þáttur í öllu skólastarfi og tilfinningavandi getur haft afgerandi áhrif á námsframvindu. Í þessum fyrirlestri er farið yfir hagnýtar leiðir í kennslu barna með ADHD og hvernig hægt er að auka getu þeirra til náms. Fyrirlestrinum er ætlað að efla þekkingu kennara á ADHD röskuninni og þeim áskorunum sem henni fylgja.

Fyrirlestur um ADHD Read More »

Styðjum þau – forvarnarvinna í félagsmiðstöðvum

Starfsfólk félagsmiðstöðva er í lykilhlutverki við að styðja við verndandi þætti gagnvart áhættuhegðun unglinga. Áskoranirnar geta verið mismunandi milli hverfa. Hverjar eru ykkar áskoranir? Hvað getum við gert? Á þessum glærum eru upplýsingum um hvernig vinna má með verndandi þætti og einnig nýta í fræðslu til foreldra.

Styðjum þau – forvarnarvinna í félagsmiðstöðvum Read More »

Millimenningarfræðsla

Um er að ræða kynningar, fræðslu og gagnkvæm skoðanaskipti til að efla jákvætt viðhorf, afla sér þekkingar og færni kennara og starfsfólks til að koma til móts við fjölbreyttar þarfir nemenda. Áherslan er lögð á helstu upplýsingar um viðkomandi land og málumhverfi, um skólakerfið og foreldrasamstarf. Sjá á vef Miðju máls og læsis. 

Millimenningarfræðsla Read More »

Scroll to Top