Sköpun

Réttindastokkur UNICEF

Réttindastokkurinn er gefinn út af UNICEF og er eins konar spilastokkur sem nota má til að vinna með Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna á skemmtilegan hátt, s.s. hlutverkaleik. Í stokknum eru 43 spjöld með greinum úr barnasáttmálanum á auðlesnu máli, auk níu spjalda með verkefnum og umræðupunktum. Stokkurinn gerir öllum kleift að miðla réttindum barna í 4-6 […]

Réttindastokkur UNICEF Read More »

Skrekkur, hæfileikahátíð grunnskóla í Reykjavík

Skrekkur er árleg hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur á unglingastigi. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að allir grunnskólar Reykjavíkur keppa á þremur undanúrslitakvöldum í Borgarleikhúsinu og komast tveir skólar í úrslit hvert kvöld.Keppnin nær hámarki á lokakvöldinu þegar skólarnir sex, auk tveggja sem dómnefnd hefur valið, keppa til úrslita. Sjónvarpað hefur verið beint frá útslitakvöldinu á RÚV.  Skrekkur

Skrekkur, hæfileikahátíð grunnskóla í Reykjavík Read More »

Nýsköpunarmennt – handbók kennara

Nýsköpunarmennt er kennslufræðileg aðferð fyrir alla grunnskólakennara sem vilja vekja löngun nemenda til að uppgötva og skapa. Í Handbók fyrir kennara um Nýsköpunarmennt er fjallað um nýsköpunarmennt sem námsaðferð. Unga fólkið kemur auga á eitthvert vandamál í daglegu lífi sínu og reynir síðan að finna lausn á því með sinni eigin uppfinningu. Í þessu ferli

Nýsköpunarmennt – handbók kennara Read More »

Barnamenningarhátíð í Reykjavík

Þessi einstaka þátttökuhátíð spannar allar listgreinar sem börn og fullorðnir geta notið sér að kostnaðarlausu. Leiðarljós Barnamenningarhátíðar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn.​ Borgin öll er vettvangur hátíðarinnar og er boðið upp á fjölbreytta viðburði í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. Jafnframt er dagskrá í Ráðhúsi

Barnamenningarhátíð í Reykjavík Read More »

Uppspretta – samstarf við menningarstofnanir

Á Uppsprettuvefnum eru margvíslegar upplýsingar um safnfræðslu, útikennslu, tækni, leikjanám, vísindi, samfélagsmál og annað sem er í boði fyrir börn og unglinga, en líka fræðslu sem hægt er að fá  inn á leikskóla, grunnskóla og frístundastarf. Þessi fræðslutilboð eru flest án endurgjalds og í sumum tilfellum er boðið upp á rútu á staðinn. Stofnanir borgarinnar

Uppspretta – samstarf við menningarstofnanir Read More »

Ég er einstakur/stök

Verkefnið Ég er einstakur/stök byggir á ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna;  2. greininni um jafnræði barna og bann við mismunun og 7. greininni um rétt sérhvers barns til nafns og ríkisfangs. Tilgangur verkefnisins er að börnin horfi inn á við, skoði styrkleika sína og finni hvað gerir þau einstök. Verkefnið hentar ungum grunnskólabörnum, t.d. í frístundastarfi. 

Ég er einstakur/stök Read More »

Scroll to Top