-
Fræðsla og námskeið
-
Starfsþróun í Mixtúru
Fræðsludagskrá Mixtúru fyrir haustið 2022 er hægt að nálgast hér. Skráning og nánari upplýsingar má finna við viðkomandi viðburð hér fyrir neðan. Fræðsludagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.
Í sköpunar- og tæknismiðju Mixtúru verður boðið upp á opna tíma á föstudögum kl. 13:00-16:00. Tímarnir eru fyrir starfsfólk SFS og nemendur á MVS-HÍ sem vilja kynnast og nýta stafræna tækni í vinnu með börnum og ungmennum. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram.
-
Ráðgjöf og stuðningur
Heiti námskeiðs | Dagsetning og tími | Staðsetning | Nánari upplýsingar |
---|---|---|---|
Cricut fjölskerinn í skapandi starfi | 14. nóvember kl. 14:30-16:00 | Stofa K-101, Menntavísindasvið HÍ, Stakkahlíð | Skráning og nánari upplýsingar |
Tilrauna-textíll | 17. nóvember kl. 14:30-16:00 | Stofa K-101, Menntavísindasvið HÍ, Stakkahlíð | Skráning og nánari upplýsingar |
Starfsfólk skrifstofu Skóla- og frístundasviðs veitir fjölbreytta ráðgjöf og stuðning m.a. með miðlun upplýsinga á sérstökum vefsvæðum sem stutt geta við innleiðingu menntastefnunnar og stuðla að þróun og nýsköpun.
-
Lærdómssamfélagið
Menntastefna Reykjavíkurborgar hvetur okkur til að þróa skóla- og frístundastarf í skapandi lærdómssamfélag sem mætir þörfum 21. aldarinnar. Til þess að svo megi verða er mikilvægt að skóla- og frístundasvið hafi frumkvæði að því að skapa vettvang sem stuðlar að þróun þess. Með þátttöku í lærdómssamfélagi fær starfsfólk í skóla- og frístundastarfi tækifæri til að tengjast, miðla þekkingu og reynslu ásamt því að byggja upp traust og samvinnu.
- Lærdómssamfélag um mál og læsi leikskólabarna. Umsjón Miðja máls og læsis
- Lærdómssamfélag um kennslu fjöltyngdra barna. Umsjón Miðja máls og læsis
- Lærdómssamfélag um sjálfseflingu og félagsfærni. Umsjón Nýsköpunarmiðja Menntamála.
- lærdómssamfélag sérkennslustjóra í leikskólum. Umsjón Miðja máls og læsis
- Lærdómssamfélag um mál og læsi í grunnskólum. Umsjón Miðja máls og læsis
- Lærdómssamfélagi um lýðræði, sköpun og margbreytileika í leikskólastarfi.
- Lærdómssamfélag leikskólastjóra.
- UT – tengiliðir grunnskóla. Umsjón Nýsköpunarmiðja Menntamála
- Tengiliðir fjölmenningar í leikskólum. Umsjón leikskólaskrifstofa
-
Samstarf við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Skóla- og frístundasvið og Menntavísindasvið Háskóla Íslands hafa gert með sér samning sem felur í sér að skóla- og frístundasvið greiðir fyrir skipulag og utanumhald sértækra námskeiða og ráðgjöf og leiðsögn frá MVS til starfsstaða og MVS hýsir viðburði og kynnir starfsemi SFS á sviðinu. Má þar nefna viðburði þar sem menntastefnan og áhugaverðar rannsóknarhugmyndir fyrir meistaranema eru kynntar. Einnig viðburði þar sem nýsköpun og þróun í skóla- og frístundastarfi eru kynnt. Starfsstaðir geta óskað eftir að fá fræðslu og ráðgjöf frá kennurum á menntavísindasviði með því að hafa samband við Katrínu Valdísi Hjartardóttur starfsþróunarstjóra á Menntavísindastofnun.
-
Höfuð í Bleyti - Erindi frá uppskeruhátíð 12. maí 2022
Heiti erindis | Nánari upplýsingar |
---|---|
Verkfærakista Frístundalæsis | Tinna Björk Helgadóttir og Fatou N´dure Baboudóttir hjá Frístundalæsi |
Funfy.is – rafrænn leikjabanki | Sædís Sif Harðardóttir, forstöðumaður í frístundaheimilinu Vogaseli |
Gefðu 10 – ekki bíða, byrjaðu strax | Fríða Bjarney Jónsdóttir, deildarstýra Nýsköpunarmiðju menntamála hjá SFS |
Allt mögulegt: Úti- og ævintýraleikur Kringlumýrar | Samuel Levesque, frístundaleiðbeinandi í sérstarfi, Kringlumýri |
Bland í poka frá Menntavísindasviði HÍ | Oddný Sturludóttir, aðjunkt við námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði |
Fréttapiltar | Hjörleifur Steinn Þórisson, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Fellsins |
Að leiða frístundastarf – hvað þarf góður stjórnandi að gera? | Unnur Tómasdóttir, forstöðukona Eldflaugarinnar |
Litli hundurinn er svo sætur – notkun stuttmynda til að skapa umræður á frístundaheimilum | Ulrike Schubert, forstöðukona frístundaheimilisins Halastjörnunnar |
Samstarf í Breiðholti og spennandi verkefni | Kári Sigurðsson, aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðinni Hólmaseli |
Tómstundabrú | Adisa Mesetovic, frístundaleiðbeinandi og Ásta Björg Björgvinsdóttir, forstöðumaður í félagsmiðstöðinni Laugó |
Þruman (Orkuboltar) | Elva Hrund Þórisdóttir, forstöðumaður í frístundaheimilinu Regnbogalandi |
Tökum samtalið! Klám er ekki kynfræðsla | Eva Halldóra Guðmundsdóttir, verkefnastjóri í frístundamiðstöðinni Tjörninni |
Látum draumana rætast - Kynning á Menntastefnu og vef | Fríða Bjarney Jónsdóttir, deildarstýra Nýsköpunarmiðju menntamála hjá SFS. |
Listasmiðja á hjólum | Tanja Ósk Bjarnadóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir frá frístundaheimilum Miðbergs |
Litaskógur | Tanja Ósk Bjarnadóttir, frístundaleiðbeinandi og Tryggvi Dór Gíslason, forstöðumaður hjá frístundamiðstöðinni Miðbergi |