9-12 ára

Lærum íslensku

Á þessum vef á vegum Giljaskóla á Akureyri er hægt að finna bjargir og síður að styðjast við í íslenskunámi og kennslu – og til að skilja almennt íslensku betur.

Fyrstu skrefin í forritun

Kennsluefni þetta er fyrst og fremst hugsað til að kynna forritun fyrir nemendum svo og hugtök henni tengd. Efnið er ekki síður  fyrir kennara sem eru að stíga sín fyrstu skref í forritun. Farið verður í undirstöðuatriði forritunar og áhersla lögð á hugtakaskilning. Mikilvægt er að nemendur átti sig á þýðingu grunnhugtaka forritunar áður en …

Fyrstu skrefin í forritun Read More »

Kynja- og hinseginfræði í leik- og grunnskólum

Kynja- og hinseginfræðsla er mikilvæg á öllum skólastigum. Slík fræðsla leiðir til aukins skilnings á fjölbreytileika og dregur úr einelti. Niðurstöður rannsókna sýna að jafnréttisfræðslu er víða ábótavant. Markmiðið með þessu verkefni er að fá skipulagða yfirsýn og þekkingu á námsefni á sviði kynja- og hinseginfræða í leik- og grunnskólum til þess að auðvelda kennurum …

Kynja- og hinseginfræði í leik- og grunnskólum Read More »

Hreyfing og hlustun

Hreyfing og hlustun gengur út á að efla hlustun, hreyfingu og umhverfislæsi barna með gönguferðum um nærumhverfi þeirra. Þar fer fram virk hlustun á göngu, m.a. með hlaðvarpi,  ásamt samtali um það sem fram fer.  Verkefnið var unnið fyrir börn á frístundaheimilum Miðbergs í Breiðholti. Verkefnið Hreyfing og hlustun fékk styrk úr A-hluta þróunar- og nýsköpunarsjóðs …

Hreyfing og hlustun Read More »

Frístundafræðingur á miðstigi

Í þessu myndbandi kynnir Helga Hjördís Lúðvíksdóttir aðstoðarforstöðumaður og Alda Þyrí Þórarinsdóttir frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðinni Vígyn verkefnið Frístundafræðingur á miðstigi. Verkefnið fól í sér að búa til stöðu frístundafræðings í þeim tilgangi að efla félagsfærni, sjálfsmynd, veita umhyggju og auka virka þátttöku barna í Engja- og Borgarskóla á aldrinum 10-12 ára. Um er að ræða …

Frístundafræðingur á miðstigi Read More »

Barnalýðræði í Brosbæ

Á þessu myndbandi er sýnt frá barnafundi, barnaráðsfundi og barnaráðsdegi í frístundaheimilinu Brosbæ í Grafarvogi.

Kynning á samskiptaforritinu Snap Core First

Tjáskiptaforritið Snap Core First hefur verið staðfært fyrir íslenska notendur. Forritið er notað í Windows spjaldtölvum og augnstýritölvum. Í Klettaskóla eru nemendur að tileinka sér notkun þessa forrits og margir þeirra hafa tekið miklum framförum í tjáningu. Umsjónarkennarar 1. bekkjar í Klettaskóla segja hér frá hvernig þeir nota forritið, m.a. til að leggja inn kjarnaorð …

Kynning á samskiptaforritinu Snap Core First Read More »

Austur-Vestur sköpunarsmiðjur

Austur-Vestur-sköpunarsmiðjur  eru þróunarverkefni sem unnið er í samstarfi Ingunnarskóla, Selásskóla og Vesturbæjarskóla. Á vefsíðu verkefnisins má nálgast ítarlega upplýsingar um verkefnið. Verkefnið hlaut styrk í B-hluta þróunar og nýsköpunarsjóðs Skóla- og frístundaráðs fyrir skólaárið 2019-2020, 2020-2021 og 2021-2022.  Það fékk hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs í flokki samstarfsverkefna 2021 og var tilnefnt til Íslensku menntaverðlaunanna 2021 …

Austur-Vestur sköpunarsmiðjur Read More »

Mílan

Nemendur í grunnskóla hlaupa eina mílu á dag (1,61 km) á skólatíma. Börnin hlaupa eða skokka, á eigin hraða, í fersku lofti með vinum sínum. Börnin geta gengið inn á milli ef þau þurfa, en eiga að hafa það að markmiði að hlaupa í 15 mínútur. Markmiðið er að bæta líkamlega, félagslega, tilfinningalega og andlega …

Mílan Read More »

Scroll to Top
Scroll to Top