Fræðilegt

Jafnréttisbaráttan – Kennsluefni fyrir 5.-10. bekk

Kennsluefnið í heild sinni má finna á vef Kvennréttindafélags Íslands og er ætlað efri bekkjum grunnskóla 5.-10. bekk. Það samanstendur af sex æfingum og einu hópverkefni og hver æfing stendur sjálfstætt og því er frjálst að velja og nýta eitt verkefni. Stök æfing gæti átt heima í námsgreinum eins og samfélagsfræði, sögu, íslensku og stærðfræði. […]

Jafnréttisbaráttan – Kennsluefni fyrir 5.-10. bekk Read More »

Fyrirlestur um ADHD

Líðan barna er mikilvægur þáttur í öllu skólastarfi og tilfinningavandi getur haft afgerandi áhrif á námsframvindu. Í þessum fyrirlestri er farið yfir hagnýtar leiðir í kennslu barna með ADHD og hvernig hægt er að auka getu þeirra til náms. Fyrirlestrinum er ætlað að efla þekkingu kennara á ADHD röskuninni og þeim áskorunum sem henni fylgja.

Fyrirlestur um ADHD Read More »

Millimenningarfræðsla

Um er að ræða kynningar, fræðslu og gagnkvæm skoðanaskipti til að efla jákvætt viðhorf, afla sér þekkingar og færni kennara og starfsfólks til að koma til móts við fjölbreyttar þarfir nemenda. Áherslan er lögð á helstu upplýsingar um viðkomandi land og málumhverfi, um skólakerfið og foreldrasamstarf. Sjá á vef Miðju máls og læsis. 

Millimenningarfræðsla Read More »

Að búa til og sýsla með mýsli

Í þessu verkfæri má finna annarsvegar glæsilegar leiðbeiningar um hvernig á að búa til mýsli, efni framtíðarinnar og hinsvegar vinnuhefti fyrir kennara um hvernig hægt er að nýta efnið í kennslu. Þetta verkfæri er afrakstur verkefnisins Skapandi námssamfélag í Breiðholti sem fékk styrk út B-hluta þróunar- og nýsköpunarsjóðs skóla- og frístundaráðs fyrir skólaárið 2019-2020 og 2020-2021.

Að búa til og sýsla með mýsli Read More »

Draumasviðið – Verkfæri fyrir leiklistarkennslu

Í þessu riti má finna samansafn af verkfærum sem notuð voru á leiklistarnámskeiði sem Frístundamiðstöðin Tjörnin hélt ásamt Austurbæjarskóla með stuðningi frá Menntavísindasviði HÍ. Í ritinu má finna almenna leiki og æfingar sem hægt er að nota í upphitun, einbeiting til að byggja upp traust, bæta samskipti, efla gagnrýna hugsun o.s.frv. auk sérhæfðra leiklistaræfinga til

Draumasviðið – Verkfæri fyrir leiklistarkennslu Read More »

Scroll to Top