Fræðilegt

Þátttökulíkan Shier um raunverulega þátttöku barna

Fræðigrein eftir Shier sem birtist í tímaritinu Children&Society 2001. Yfirskrift greinarinnar er Pathways to Participation: Openings,Opportunities and Obligations. Þar fjallar Shier um hvernig best er að stuðla að raunverulegri þátttöku barna í málum er þau varðar. Í greininni gagnrýnir hann þátttökulíkan Roger Hart, sem svo margir kannast við, og setur fram sitt eigið.

Skýrsla eflingu sjálfsmyndar og félagsfærni barna

Starfshópinn skipuðu fulltrúar frá leikskólasviði og mentasviði Reykjavíkurborgar árið 2008. Samhliða skýrslunni voru unnir gátlistar um sjálfsmynd og félagsfærni barna 1-16 ára sem eru ætlaðir til notkunar í daglegu starfi. Skýrslan og gátlistarnir eru vistuð á vef Reykjavíkurborgar.

Að efla lýðræði í frjálsum leik

Grein eftir Gunnlaug Sigurðsson í Netlu þar sem fjallað er um fræðilegan grunn að þróunarverkefni um lýðræði í frjálsum leik. Í greininni Lýðræði í frjálsum leik barna sem birtist í Netlu, veftímariti um uppeldi og menntun, er fjallað um hvaða fræði lágu til grundvallar  þróunarverkefnis sem unnið var í leikskóla. Markmið verkefnisins var að efla …

Að efla lýðræði í frjálsum leik Read More »

Erindi Kristjáns Kristjánssonar heimspekings um mannkostamenntun

Upptaka með erindi á ráðstefnu um heimspekileg viðfangsefni frá 29. apríl 2017 í Háskóla Íslands. Upptökur frá ráðstefnunni Geðshræringar, skapgerð, sjálf og frelsi sem haldin var í Háskóla Íslands 29. apríl 2017 og fjallar um heimspekileg viðfangsefni Kristjáns Kristjánssonar heimspekings og prófessors við Háskólann í Birmingham. Fjallað var um ólíka þætti í heimspeki Kristjáns og …

Erindi Kristjáns Kristjánssonar heimspekings um mannkostamenntun Read More »

Staða siðferðis- og skapgerðarmenntunar á Íslandi

Fræðigrein eftir Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur í Netlu þar sem leitast er eftir að varpa ljósi á stöðu siðferðir- og skapgerðarmenntunar innan skóla og stöðu slíkrar menntunar á Íslandi. Í greininni veltir höfundur því einnig upp hvort að óformlegt nám eigi erindi inn í skóla Í Netlu, veftímariti um uppeldi og menntun, eru ritrýndar greinar, m.a. …

Staða siðferðis- og skapgerðarmenntunar á Íslandi Read More »

Mannkostamenntun í skólum

Bresk fræðigrein á vefsvæði The Jubilee Center um hvernig megi skapa ramma í kringum mannkostamenntun í skólum. The Jubilee Center er rannsóknarmiðstöð við Háskólann í Birmingham sem hefur sérstaklega verið að fjalla um mannkostamenntun og greinin fjallar um hvernig hægt er að ramma mannkostamenntun inn í skólastarfi.  

Mannkostamenntun – The Jubilee Center

Umfjöllun um mannkostamenntun á heimasíðu The Jubilee Center sem er bresk rannsóknarmiðstöð. Breska rannsóknarmiðstöðin The Jubilee Center starfar undir Háskólanum í Birmingham og beinir sjónum að mannlegu eðli, dyggðum og gildum.

Um mannkostamenntun

Kristján Kristjánsson heimspekingur fjallar í þessu útvarpsviðtali um hvað felst í mannkostamentun.

Greinasafn um heimspeki

Vefsvæði hjá Háskóla Íslands þar sem umfjöllunarefnið er gagnrýnin hugsun og siðfræði en þeir sem standa að síðunni eru Rannsóknarstofa um Háskóla, Heimspekistofnun og Siðfræðistofnun. Fræðilegar greinar og skýrslur ætlaðar fyrir starfsfólk sem stuðningur í kennslu, sem endurmenntun og sem kennsluefni.

Scroll to Top
Scroll to Top