Ítarefni

List- og menningarfræðsla á Íslandi

Í þessu riti eftir Önnu Bamford og gefið var út af menningar- og menntamálaráðuneytinu 2011 er fjallað um skapandi kennsluhætti þvert á námsgreinar og svið.  Í henni segir m.a. að greina þurfi á milli þess sem kalla má menntun í listum (þ.e. kennslu hefðbundinna listgreina – tónlistar, leiklistar, handverks, svo dæmi séu tekin) og menntunar …

List- og menningarfræðsla á Íslandi Read More »

Skapandi ferli, leiðarvísir

Handbókin Skapandi ferli, leiðarvísir er eftir Eirúnu Sigurðardóttur myndlistarkonu fyrir einstaklinga í sjálfsnámi og kennara sem ætla sér að stíga út í óvissu skapandi ferlis ásamt nemendum sínum. Í bókinni er kynnt til sögunnar aðferðafræði sem auðvelt er að tileinka sér og þróa eigin leiðir út frá.   

Lýðræði og tækni – kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar af vef Menntamálastofnunar með hugmyndum og verkefnum í tengslum við námsbókina Lýðræði og tækni sem var einnig gefin út sem hljóðbók. Fjölmörg  verkefni fylgja leiðbeiningunum og því er hægt að velja verkefni eftir áhugasviði og getu nemendahópsins hverju sinni. Hverjum kennara er í sjálfsvald sett hvernig hann notar þessar hugmyndir og verkefni.

Lesið í leik

Á leikskólaárunum er lagður mikilvægur grunnur að þroska barna sem undirbýr þau fyrir lestrarnám seinna meir en oft er hugtakið bernskulæsi (e. emergent literacy) notað yfir þetta ferli. Læsisstefna leikskóla er rit sem allir sem vinna með bernskulæsi ættu að lesa. 

Útinám með leikskólabörnum

Hefurðu hug á að vera með útinám eða vantar þig hugmyndir? Margir leikskólar Reykjavíkurborgar leggja áherslu á að vera með útinám í starfi sínu. Þó nokkrir hafa verið með formlegt þróunarstarf tengt útinámi. Hér fyrir neðan eru nokkrar þróunarskýrslur sem gagnlegt er að grúska í til að fá hugmyndir að því hvernig skipuleggja má útinámið. …

Útinám með leikskólabörnum Read More »

Heilsueflandi grunnskóli

Handbók með leiðbeiningum fyrir skóla um að setja sér stefnu um hreyfingu, mataræði, geðrækt, öryggi, tannheilsu, fjölskyldu samskipti og stíga þannig skref í átt að verða heilsueflandi grunnskóli. Útgefin af Landlæknisembættinu. Í handbókinni eru gátlistar sem styðja við stefnumótunina. Á blaðsíðu 51 hefst umfjöllun um geðrækt þar sem fjallað er um tilfinningar og andlega líðan.

Heilsueflandi leikskóli

Leiðbeiningabæklingur um hvernig hægt er að móta stefnu um heilsueflandi leikskóla. Útgefið af Landlækni. Í honum er gátlistar um m.a. mataræði, geðrækt, öryggi og tannheilsu.

Barnaheill

Á vefsíðu Barnaheilla er m.a. að finna fræðsluefni og myndbönd um einelti, vanrækslu og börn á samfélagsmiðlum. Meðal efnis sem finna má á síðunni er Vinátta sem er efni fyrir börn frá 1 árs til 9 ára

Umboðsmaður barna

Á vef umboðsmanns barna má finn fjölbreytt efni sem tengist barnasáttmálanum og réttindum barna í víðum skilningi.

Samúð og samhygð

Á heimasíðu Melli O´Brien, sem m.a. er jógakennari og núvitundarsérfræðingur, er að finna umfjöllun um samhygð (e. empathy) og stutta teiknimynd þar sem Dr. Brené Brown fer yfir muninn á samúð og samhygð. Myndina hentar vel í vinnu með starfsfólki og/eða unglingum.

Scroll to Top
Scroll to Top