Ítarefni

Börn og miðlanotkun

Á vef Heimilis og skóla er gagnleg handbók fyrir foreldra barna á grunnskólaaldri og aðra um leiðir til að tryggja örugga miðlanotkun barna. Börn eiga rétt á að njóta öryggist og verndar gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum og fullorðnir bera ábyrgð að kynna ólíka miðla og þau tækifæri sem í þeim felast. Mikilvægt er að …

Börn og miðlanotkun Read More »

Ung börn og snjalltæki – grunnur að góðri byrjun

Á heimasíðu Heimilis og skóla er bæklingur með leiðbeiningum fyrir foreldra og aðra um snjalltæki og ung börn. Þar kemur fram að fyrstu kynni barna af snjalltækjum ættu að fara fram undir handleiðslu forráðamanna og/eða annarra fullorðinna.  Sameiginleg reynsla og leiðsögn stuðli að ánægjulegri upplifun og góðri byrjun barnsins í heimi tækninnar.

Handbók um hópastarf

Á vef Reykjavíkurborgar er handbók um hópastarf í félagsmiðstöðvum sem gefin var út af íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar árið 2008. Hópastarf er markviss leið til að virkja börn og unglinga til félagslegrar þátttöku. Hópastarf er einnig vel til þess fallið að veita þeim sem á þurfa að halda félagslegan stuðning eða vinna gegn áhættuhegðun. Í …

Handbók um hópastarf Read More »

Lýðræði og tækni – saga 19. aldar

Hljóðbók á vef Menntamálastofnunar þar sem fjallað er um sögu 19. aldar og sagt frá stjórnarbyltingum, verkalýðsbaráttu, þjóðernishyggju o.fl. Fjallað er um stjórnarbyltingar Bandaríkjamanna og Frakka, iðnbyltingu, fólksfjölgun, þéttbýlismyndun, framleiðsluaukningu, verkalýðsbaráttu, þjóðernishyggju og þjóðríkjamyndun, heimsvaldastefnu og nýlendupólitík. Rakið er hvernig Íslendingar tóku þátt í þessari þróun, stundum á sérstæðan hátt, fram til þess að lýðveldi …

Lýðræði og tækni – saga 19. aldar Read More »

Sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga

Á þessari vefsíðu, sem er samstarfsverkefni námsráðgjafa, kennara, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga eru margvíslegar upplýsingar um sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga. Einnig hagnýt ráð og skemmtileg verkefni sem hægt er að vinna með börnum og unglingum alla grunnskólagönguna. Sjá upplýsingar um sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga.

Innihaldsríkt líf

Myndband sem skoðar 3000 ára glímu mannkynsins við að leita svara við spurningunni um hvernig á að lifa innihaldsríku lífi. Myndbandið tengist verkefni sem kallast #CharacterDay sem haldinn er árlega til að hvetja til samtals og verkefna sem tengjast mannkostum. Dagurinn var fyrst haldinn 2014. Myndbandið hentar í vinnu með starfsfólki og börnum á aldrinum …

Innihaldsríkt líf Read More »

Valdefling í gegnum heimspekilega vinnu

Fjölbreyttar upplýsingar um heimspeki með börnum og unglingum er að finna á heimasíðu miðstöðvar fyrir heimspeki með börnum (Center for Philosophy for Children) sem starfar við Háskólann í Washington. Lögð er áhersla á hvernig hægt er að valdefla ungt fólk í gegnum heimspekilega vinnu.

Scroll to Top
Scroll to Top