Verkefni

Verum virk – félagsstarf, fundir og framkoma

Í þessari bók sem ætluð er nemendum á unglingastigi er fróðleikur og hagnýt verkefni um ýmislegt sem snýr að þátttöku í félagsmálum, fundarsköpum og framkomu. Bókin skiptist í níu kafla. Verkefnum í lok hvers kafla er ætlað að gæða efnið lífi og setja það í samhengi við reynsluheim ungs fólks. Höfundur er Hulda Sólrún Guðmundsdóttir. […]

Verum virk – félagsstarf, fundir og framkoma Read More »

Lýðræði og tækni – saga 19. aldar

Hljóðbók á vef Menntamálastofnunar þar sem fjallað er um sögu 19. aldar og sagt frá stjórnarbyltingum, verkalýðsbaráttu, þjóðernishyggju o.fl. Fjallað er um stjórnarbyltingar Bandaríkjamanna og Frakka, iðnbyltingu, fólksfjölgun, þéttbýlismyndun, framleiðsluaukningu, verkalýðsbaráttu, þjóðernishyggju og þjóðríkjamyndun, heimsvaldastefnu og nýlendupólitík. Rakið er hvernig Íslendingar tóku þátt í þessari þróun, stundum á sérstæðan hátt, fram til þess að lýðveldi

Lýðræði og tækni – saga 19. aldar Read More »

Litli kompás – mannréttindamenntun fyrir börn

Rafræn handbók á vef Menntamálastofnunar sem ætluð er kennurum og leiðbeinendum sem stuðningur í mannréttindafræðslu barna. Litli-kompás byggir á sömu hugmyndafræði og kennsluaðferðum og Kompás sem margir þekkja. Þar er beitt óformlegum náms- og kennsluaðferðum og fyrirkomulagi sem veitir notendum bókarinnar bæði fræðilegan og hagnýtan stuðning. En ólíkt Kompás, sem er skrifaður fyrir unga fólkið

Litli kompás – mannréttindamenntun fyrir börn Read More »

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Á vefnum barnasáttmáli.is er fróðleikur, verkefni og leikir um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindi barna. Þar má finna greinagóðar upplýsingar um barnasátmála Sameinuðu þjóðanna, hugtakalista og kennsluhugmyndir, Almennar upplýsingar um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sáttmálinn í heild sinni ásamt fræðslu fyrir börn, kennara og foreldra. Barnasáttmálinn og verkefni honum tengd er til á ýmsum tungumálum sem sækja

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna Read More »

Kompás – mannréttindamenntun fyrir ungt fólk

Rafræn handbók á vef Menntamálastofnunar sem inniheldur fjölmörg verkefni sem hægt er að styðjast við í fræðslu um mannréttindi. Mikilvægi mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk verður sífellt ljósara, ekki aðeins sakir þess að hún skiptir miklu fyrir samfélagið, heldur einnig vegna þess að ungt fólk kann að meta verkefni af þessu tagi og nýtur góðs af

Kompás – mannréttindamenntun fyrir ungt fólk Read More »

Sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga

Á þessari vefsíðu, sem er samstarfsverkefni námsráðgjafa, kennara, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga eru margvíslegar upplýsingar um sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga. Einnig hagnýt ráð og skemmtileg verkefni sem hægt er að vinna með börnum og unglingum alla grunnskólagönguna. Sjá upplýsingar um sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga.

Sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga Read More »

Scroll to Top