Verkefni

Spor – Efling tilfinningaþroska og samskiptahæfni

Spor bækurnar eru flott námsefni í lífsleikni fyrir 6-9 ára börn sem hefur það að markmiði að efla tilfinningaþroska og samskiptahæfni nemenda. Bækurnar eru eftir Elínu Elísabetu Jóhannsdóttur og eru gefnar út af Menntamálastofnun. Á vef menntamálastofnunar má einnig finna kennsluleiðbeiningar fyrir allar spor bækurnar.

Samvera – Verum vinir

Námsefnið Verum vinir er ætlað fyrir mið- og unglingastig og er hægt að nota það til að efla samskiptafærni nemenda. Fjallað er m.a. um vináttu, að eignast vin, að eiga vin og að ná samkomulagi við vin. Á vef menntamálastofnunar er hægt að panta bókina.

Valdefling í gegnum heimspekilega vinnu

Fjölbreyttar upplýsingar um heimspeki með börnum og unglingum er að finna á heimasíðu miðstöðvar fyrir heimspeki með börnum (Center for Philosophy for Children) sem starfar við Háskólann í Washington. Lögð er áhersla á hvernig hægt er að valdefla ungt fólk í gegnum heimspekilega vinnu.

Scroll to Top
Scroll to Top