Verkefni

Sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga

Á þessari vefsíðu, sem er samstarfsverkefni námsráðgjafa, kennara, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga eru margvíslegar upplýsingar um sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga. Einnig hagnýt ráð og skemmtileg verkefni sem hægt er að vinna með börnum og unglingum alla grunnskólagönguna. Sjá upplýsingar um sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga.

Alls kyns um kynþroskann

Á vef Menntamálastofnunar er fræðslumyndbandið Alls kyns um kynþroskann. Höfundur þess er Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Þetta er teiknimynd sem ætluð er fyrir nemendur á miðstigi. Myndin er ágætis kveikja að umræðum í nemendahópum. Skoða fræðslumyndbandið.

Borgaravitund og lýðræði

Á vef Menntamálastofnunar má finn fjölbreytt námsefni sem nýta má til að vekja börn til umhugsunar um borgaravitund, lýðræði og lýðræðislega þátttöku. Með fræðslu um borgaravitund er leitast við að hjálpa börnum að vera virkir þjóðfélagsþegnar og taka ábyrgar ákvarðarnir í samfélagi sínu. Þátttaka er lykillinn að því að stuðla að og styrkja lýðræðislega menningu …

Borgaravitund og lýðræði Read More »

Kennsluhugmyndir um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Á námsvef um Barnasáttmálann má finna gagnvirk verkefni og fróðleik fyrir eldri börn um sáttmálann og mannréttindi barna almennt. Þá er á vefnum hægt að finna leiðbeiningar um notkun verkefnanna í skólastarfi. Námsvefur um Barnasáttmálann.

Einföld tengslakönnun

Hér er að finna dæmi um einfalda tengslakönnun sem hægt er að aðlaga og nota fyrir 6-10 ára börn. https://123skoli.is/product/tengslakonnun

Námsefni um skráargatið

Námsefni um skrárgatið frá embætti landlæknis sem ætlað er 3.-10. bekk. Skráargatinu er ætlað að auðvelda neytendum að velja hollari matvöru sem lið í því að bæta mataræði og heilsu þjóðarinnar.      

68 Heimspekiæfingar fyrir börn og unglinga

Hér má finna 68 æfingar í heimspeki sem Jóhann Björnsson tók saman og eru á rafbókarformi sem gefin er út af Námsgagnastofnun 2014. Æfingarnar er hægt að nota í ýmsum námsgreinum og starfi með börnum og unglingum til þess að spyrja, hugsa og rökræða.  

Scroll to Top
Scroll to Top