Verkefni

Handbók um hópastarf

Á vef Reykjavíkurborgar er handbók um hópastarf í félagsmiðstöðvum sem gefin var út af íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar árið 2008. Hópastarf er markviss leið til að virkja börn og unglinga til félagslegrar þátttöku. Hópastarf er einnig vel til þess fallið að veita þeim sem á þurfa að halda félagslegan stuðning eða vinna gegn áhættuhegðun. Í …

Handbók um hópastarf Read More »

Calm – frítt núvitundarapp á netinu

Þeir sem vinna með börnum og ungmennum geta sótt um frían aðgang að Calm-appinu. Þar má finna fjölmargar núvitundaræfingar með leiðsögn á ensku, tónlist, róandi umhverfishljóð og sögur sem hægt er að hlusta á, t.d. í slökun og fyrir háttatíma. Hægt er að sækja skólaútgáfu af appinu á ensku vefnum.

Handbók ungmennaráða sveitarfélaganna

Handbók og myndbönd um starf ungmennaráða. Ritstjórn Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir. Handbókin er á rafrænu formi og er fyrst ogt fremst hugsuð sem gagnabanki um ungmennaráð sveitarfélaga. Hún er fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga og vilja til að gefa ungmennum og skoðunum þeirra meira vægi í sveitastjórnarmálum. Í handbókinni má finna upplýsingar um …

Handbók ungmennaráða sveitarfélaganna Read More »

Á ferð um samfélagið

Á ferð um samfélagið er rafbók fyrir unglinga á vef Menntamálastofnunar um þjóðfélagsfræði. Fjallað er um samfélagið frá ýmsum hliðum, s.s. um ólíka siði, menningu, stjórnmál, viðmið og frávik, alþjóðasamfélagið og mannréttindi. Höfundur er Garðar Gíslason.

Lýðræði og tækni – saga 19. aldar

Hljóðbók á vef Menntamálastofnunar þar sem fjallað er um sögu 19. aldar og sagt frá stjórnarbyltingum, verkalýðsbaráttu, þjóðernishyggju o.fl. Fjallað er um stjórnarbyltingar Bandaríkjamanna og Frakka, iðnbyltingu, fólksfjölgun, þéttbýlismyndun, framleiðsluaukningu, verkalýðsbaráttu, þjóðernishyggju og þjóðríkjamyndun, heimsvaldastefnu og nýlendupólitík. Rakið er hvernig Íslendingar tóku þátt í þessari þróun, stundum á sérstæðan hátt, fram til þess að lýðveldi …

Lýðræði og tækni – saga 19. aldar Read More »

Litli kompás – mannréttindamenntun fyrir börn

Rafræn handbók á vef Menntamálastofnunar sem ætluð er kennurum og leiðbeinendum sem stuðningur í mannréttindafræðslu barna. Litli-kompás byggir á sömu hugmyndafræði og kennsluaðferðum og Kompás sem margir þekkja. Þar er beitt óformlegum náms- og kennsluaðferðum og fyrirkomulagi sem veitir notendum bókarinnar bæði fræðilegan og hagnýtan stuðning. En ólíkt Kompás, sem er skrifaður fyrir unga fólkið …

Litli kompás – mannréttindamenntun fyrir börn Read More »

Allir eiga rétt

Á vef UNICEF (Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna) er kennsluefni fyrir unglinga um réttindi sín og skyldur og þar sem þeir eru hvattir til að verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Sjá kennsluefni. 

Kompás – mannréttindamenntun fyrir ungt fólk

Rafræn handbók á vef Menntamálastofnunar sem inniheldur fjölmörg verkefni sem hægt er að styðjast við í fræðslu um mannréttindi. Mikilvægi mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk verður sífellt ljósara, ekki aðeins sakir þess að hún skiptir miklu fyrir samfélagið, heldur einnig vegna þess að ungt fólk kann að meta verkefni af þessu tagi og nýtur góðs af …

Kompás – mannréttindamenntun fyrir ungt fólk Read More »

Scroll to Top
Scroll to Top