Snjöll málörvun
Vefur með ýmsum hugmyndum um það hvernig vinna megi með orðflokka fyrir börn á leikskólaaldri. Vefurinn er í þróun og seinna mun bætast fleira og fjölbreyttara efni við sem tengist málörvun barna á leikskólaaldri.
Vefur með ýmsum hugmyndum um það hvernig vinna megi með orðflokka fyrir börn á leikskólaaldri. Vefurinn er í þróun og seinna mun bætast fleira og fjölbreyttara efni við sem tengist málörvun barna á leikskólaaldri.
Hreyfing og hlustun gengur út á að efla hlustun, hreyfingu og umhverfislæsi barna með gönguferðum um nærumhverfi þeirra. Þar fer fram virk hlustun á göngu, m.a. með hlaðvarpi, ásamt samtali um það sem fram fer. Verkefnið var unnið fyrir börn á frístundaheimilum Miðbergs í Breiðholti. Verkefnið Hreyfing og hlustun fékk styrk úr A-hluta þróunar- og nýsköpunarsjóðs
Hreyfing og hlustun Read More »
Austur-Vestur-sköpunarsmiðjur eru þróunarverkefni sem unnið er í samstarfi Ingunnarskóla, Selásskóla og Vesturbæjarskóla. Á vefsíðu verkefnisins má nálgast ítarlega upplýsingar um verkefnið. Verkefnið hlaut styrk í B-hluta þróunar og nýsköpunarsjóðs Skóla- og frístundaráðs fyrir skólaárið 2019-2020, 2020-2021 og 2021-2022. Það fékk hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs í flokki samstarfsverkefna 2021 og var tilnefnt til Íslensku menntaverðlaunanna 2021
Austur-Vestur sköpunarsmiðjur Read More »
Nemendur í grunnskóla hlaupa eina mílu á dag (1,61 km) á skólatíma. Börnin hlaupa eða skokka, á eigin hraða, í fersku lofti með vinum sínum. Börnin geta gengið inn á milli ef þau þurfa, en eiga að hafa það að markmiði að hlaupa í 15 mínútur. Markmiðið er að bæta líkamlega, félagslega, tilfinningalega og andlega
Í verkefninu Fyrirmyndir fékk skóla- og frístundasvið (SFS) einstaklinga af erlendum uppruna til að vera með stutt innlegg með skilaboðum til nemenda, foreldra og starfsmanna SFS. Markmið myndbandanna er að vekja athygli á fjölbreytileika samfélagsins og þeim fjölmörgu fyrirmyndum sem við eigum, fólki með ólíkan bakgrunn og reynslu af því að alast upp og láta drauma sína rætast
Ólympíuhlaup ÍSÍ hefur tekið við af Norræna skólahlaupinu sem hefur verið hluti af skólaíþróttum síðan 1984. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur geta valið á milli þriggja vegalengda; 2,5 km, 5 og 10 km. Að hlaupinu loknu
Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands og er unninn í samvinnu við ýmsa aðila sem koma með einum eða öðrum hætti að málum unglinga. Forvarnardagurinn er haldinn á hverju hausti og þá er sjónum sérstaklega beint að ungmennum í 9. bekk og á fyrsta ári í framhaldsskóla. Í tengslum við forvarnardaginn hafa verið búin
Hér er unnið með spurningar um TED-fyrirlestur sem heitir “A call to men” eða Ákall til kalla þar sem Tony Porter fjallar um karlmennsku. Einnig eru spurningar um Karlmennskuna á Instagram. Tony talar um sameiginlega félagsmótun karla (bláa boxið) e. collective socialization (man box), hvaða er hann að tala um nákvæmlega? Hvernig hegðun? Hvað segir
Verkefni úr “A call to men” með Tony Porter Read More »
Hér eru tillögur að nokkrum fjölbreyttum hinsegin verkefnum, t.d. um birtingarmyndir hinsegin fólks í teiknimyndum og íþróttum. Hægt að nýta þetta verkefni í hinsegin fræðslu. Nemendur velja sér eitt málefni til að fjalla. Þeir styðjast við minnst tvær heimildir og geta þeirra í lok verkefnis: 1. Birtingarmyndir hinsegin fólk í teiknimyndum. Hér er gagnlegt að
Nokkur hinsegin verkefni Read More »