Sköpun

Námssamfélag starfsmanna leikskóla undir leiðsögn stærðfræðileiðtoga

Meginmarkmið verkefnisins er að styrkja námssamfélag leikskólakennara og annarra starfsmanna í leikskólunum með það að leiðarljósi að þeir styrki sig sem fagmenn í að greina hugmyndir ungra barna um stærðfræði og læri að styðja við þær í leikskólanum. Til að það megi takast sem best ætla tveir fulltrúar úr hverjum leikskóla að sækja Menntafléttunámskeið haustið […]

Námssamfélag starfsmanna leikskóla undir leiðsögn stærðfræðileiðtoga Read More »

Verið velkomin í hverfið okkar – Viltu tala íslensku við mig?

Markmið þessa verkefnis er að efla kennslu og þverfaglega umgjörð í kringum nemendur með íslensku sem annað mál, ekki eingöngu með íslenskukennslu heldur með því að styrkja félagsfærni, sjálfsmynd og sjálfstraust þeirra í skólasamfélaginu. Helsta áskorunin er að taka upp nýjar kennsluaðferðir sem efla til muna tjáningarfærni, námsorðaforða og orðaforða í skólasamfélaginu hjá nemendum með

Verið velkomin í hverfið okkar – Viltu tala íslensku við mig? Read More »

Lærdómssamfélag stærðfræðikennara undir leiðsögn stærðfræðileiðtoga

Meginmarkmið verkefnisins er að byggja upp lærdómssamfélag stærðfræðikennara í þátttökuskólunum. Mikilvægur hluti af því er að bjóða upp á námskeið fyrir leiðtoga til að leiða slíkt samfélag og að vinna efni fyrir kennara og nemendur sem skólar geta notað til að þróa kennsluhætti í stærðfræði. Áætlað er að halda fjögur vetrarlöng námskeið fyrir leiðtoga á

Lærdómssamfélag stærðfræðikennara undir leiðsögn stærðfræðileiðtoga Read More »

Leiðir til að efla tjáskipti

Verkefni á vegum Klettaskóla. Markmið er að finna viðeigandi lausnir varðandi tjáskipti nemenda í Klettaskóla. Skólinn þarf að vera ríkulega búinn hvað varðar lausnir sem hentað geta nemendum sem hafa takmarkað talmál og þurfa stuðning. Mikilvægt er að mæta þeim nemendum sem þurfa sérhæfðar lausnir og þeirra sem glíma við fjölþættan vanda er varðar hreyfifærni

Leiðir til að efla tjáskipti Read More »

Vísindaleikir – varmi og hitastig

Samstarfsverkefni tveggja leikskóla; Bjartahlíðar og Stakkaborgar og Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er að búa til fimm vísindaleiki um varma og hitastig. Vísindaleikir efla náttúru og vísindalæsi barna og þar með skilning þeirra á umhverfi sínu. jafnfram hefur það sýnt sig að þátttaka í verkefnunum fjölgar þeim möguleikum sem börn nýta sér í skapandi starfi. Ávinningur

Vísindaleikir – varmi og hitastig Read More »

Leikur, styðjandi samskipti og lærdómssamfélag

Samstarfsverkefnis fjögurra  leikskóla víðs vegar í borginni og unnið er í samstarfi við Rannung. Markmiðið er að efla fagmennsku deildarstjóra og annars starfsfólks leikskóla í þeim tilgangi að ná fram markmiðum sem sett hafa verið fram í nýrri menntastefnu Reykjavíkur um læsi, sjálfseflingu, skapandi hugsun, félagsfærni og heilbrigði barna. Einnig að styrkja leikskólann sem lærdómssamfélag

Leikur, styðjandi samskipti og lærdómssamfélag Read More »

Austur-Vestur sköpunar og tæknismiðjur

Verkefnið er samstarfsverkefni Ingunnarskóla, Vesturbæjarskóla, Selásskóla og Háskóla Íslands og snýst um sköpunar og tæknismiðjur í grunnskólastarfi. Markmið verkefnisins er að beina athyglinni að aukinni þörf fyrir sköpun í skólastarfi, tengslum náms við samfélagið, breytingastarfi og því hvernig skólinn fer að því að mæta í verki ákalli um nútímalegt og uppbyggilegt skólastarf. Stefnt er að

Austur-Vestur sköpunar og tæknismiðjur Read More »

Skapandi námssamfélag í Breiðholti

Verkefnið er samstarfsverkefni Fab Lab Reykjavík (Þjónustumiðstöðvar Breiðholts), Fellaskóla, Hólabrekkuskóla, Seljaskóla, Háskóla Íslands, Fjölbrautaskólans í Breiðholti, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, RG Menntaráðgjafar og Vísindasmiðju HÍ. Meginmarkmiðið er sköpunargleði grunnskólanemenda: að sem flestir fái tækifæri til að nýta hugvit sitt og öðlast verkfærni í gegnum það að koma hugmynd í framkvæmd. Þannig má segja að verkefnið feli í

Skapandi námssamfélag í Breiðholti Read More »

Scroll to Top