Félagsfærni

Velkomin í frístundaheimilið þitt!

Steinunn Grétarsdóttir, deildarstjóri barnasviðs Tjarnarinnar segir í þessu myndbandi frá bókinni Velkomin í frístundaheimilið þitt.  Allir 1. bekkingar sem eru að byrja í skóla og á frístundaheimilum Tjarnarinnar fá þá bók senda heim í pósti áður en skólaganga þeirra hefst. Steinunn segir frá tilurð bókarinnar, hönnunarferlinu, markmiði og tilgangi með henni, en einnig mun hún […]

Velkomin í frístundaheimilið þitt! Read More »

Frístundafræðingur á miðstigi

Í þessu myndbandi kynnir Helga Hjördís Lúðvíksdóttir aðstoðarforstöðumaður og Alda Þyrí Þórarinsdóttir frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðinni Vígyn verkefnið Frístundafræðingur á miðstigi. Verkefnið fól í sér að búa til stöðu frístundafræðings í þeim tilgangi að efla félagsfærni, sjálfsmynd, veita umhyggju og auka virka þátttöku barna í Engja- og Borgarskóla á aldrinum 10-12 ára. Um er að ræða

Frístundafræðingur á miðstigi Read More »

Hafa gaman – sértækt hópastarf í sjálfstyrkingu

Í þessu myndbandi kynnir Halldóra Kristín Jónsdóttir, aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðinni Laugó, sértækt hópastarf með unglingum í sjálfstyrkingu. Í verkefninu Hafa gaman er unnið markvisst með sjálfstyrkingu með námskeiði þar sem fjallað er um rétt sérhvers í samskiptum við aðra, kurteislega framkomu og jákvæða sálfræði.  

Hafa gaman – sértækt hópastarf í sjálfstyrkingu Read More »

Kynusli: Saga af vettvangi

Bryngeir Arnar Bryngeirsson, forstöðumaður í frístundaheimilinu Simbað sæfara í Hamraskóla, ögraði staðalímyndum kynja eftir að stelpur í fyrsta bekk grilluðu bekkjarbróður sinn fyrir að mæta í kjól á bleika deginum. Hann segir í þessu myndbandi sögu sína af kynusla í frístundastarfinu og leiðir til að fara yfir kynjamúrana.

Kynusli: Saga af vettvangi Read More »

Frístundastarf í Norðlingaskóla

Í frístundaheimilinu Klapparholti í Norðlingaskóla fer fram framsækið og metnaðarfullt frístundastarf þar sem samvinna, félagsfærni og sjálfsefling barna er höfð að leiðarljósi. Frístundastarfið fléttast inn í grunnskólastarfið með margvíslegum hætti. Í þessu myndbandi fjallar Pétur Finnbogason forstöðumaður frístundaheimilisins um fyrirkomulag fagstarfsins og barnahandbók um frístundastarfið, barnalýðræði og klúbbastarf.

Frístundastarf í Norðlingaskóla Read More »

Samskipti stráka, karlmennska og samfélagsleg ábyrgð

Í þessu myndbandi fjallar Ólafur Þór Jónsson, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Buskans, um samskipti stráka í 9. og 10. bekk og verkefnið Samskipti stráka, karlmennska og samfélagsleg ábyrgð. Markmið þess verkefnis var að bæta samskipti stráka og vináttufærni samhliða því að styrkja sjálfstraust þeirra og reyna að búa til jákvæða leiðtoga í hópnum. Jafnframt var unnið með

Samskipti stráka, karlmennska og samfélagsleg ábyrgð Read More »

Stillum saman strengi – mikilvægt samstarf félagsmiðstöðva, grunnskóla og lögreglu í forvarnarstarfi

Af hverju skiptir það máli fyrir unglingana að félagsmiðstöðvar, grunnskólar og lögreglan séu í góðu samstarfi? Hvernig getum við í sameiningu lágmarkað áhrif áhættuþátta í umhverfi unglinga? Í þessu myndbandi ræða Guðrún Kaldal, Andrea Marel og Biggi lögga saman um mikilvægi samstarfs í forvarnarmálum.

Stillum saman strengi – mikilvægt samstarf félagsmiðstöðva, grunnskóla og lögreglu í forvarnarstarfi Read More »

Fjölmenningarleg félagsmiðstöð

Í þessu myndbandi talar Ása Kristín Einarsdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Tónabæjar um fjölmenningarlegt félagsmiðstöðvarstarf.  Fjöltyngdum börnum hefur fjölgað í hverfinu og sérstaklega börnum sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd og með tilkomu Birtu. Í Tónabæ starfar fjöltyngdur starfsmaður sem talar mörg tungumál en er að læra íslensku eins og mörg barnanna. Það er öryggi fyrir þau

Fjölmenningarleg félagsmiðstöð Read More »

Valteri-skólinn og ráðgjöf í Finnlandi.

Valteri er finnsk ráðgjafamiðstöð  sem starfar undir finnsku menntamálastofnuninni. Valteri styður innleiðingu menntunar fyrir alla í öllum skólum Finnlands. Í samvinnu við heimasveitarfélagið styður ráðgjafamiðstöðin við að skólagöngu þeirra barna sem þurfa á stuðningi að halda með þverfaglegri sérfræðiþekkingu.  Veitt er fjölþætt þjónusta fyrir hvers kyns almennar, auknar og sérstakar stuðningsþarfir. Valteri hefur líka veitt

Valteri-skólinn og ráðgjöf í Finnlandi. Read More »

Scroll to Top