Hvað er söguaðferð?
Söguaðferðin er kennsluaðferð/hugmyndafræði sem hjálpar kennurum og nemendum að setja fram sínar hugmyndir um hvernig vinna má með viðfangsefni námskrár. Sjá vef Bjargar Eiríksdóttur.
Hvað er söguaðferð? Read More »
Söguaðferðin er kennsluaðferð/hugmyndafræði sem hjálpar kennurum og nemendum að setja fram sínar hugmyndir um hvernig vinna má með viðfangsefni námskrár. Sjá vef Bjargar Eiríksdóttur.
Hvað er söguaðferð? Read More »
Tölvubraut Tækniskólans stendur fyrir Forritunarkeppni grunnskólanna. Markmið keppninnar er að kynna forritun fyrir grunnskólanemendum og skapa vettvang þar sem þeir geta komið saman og leyst skemmtileg verkefni. Á vef síðunnar má einnig sjá upplýsingar um námskeið í forritun sem haldin eru fyrir nemendur í grunnskólum og leiðbeiningar og vísun á myndbönd sem kenna forritun.
Forritunarkeppni grunnskóla Read More »
First Lego League er keppni sem haldin er árlega af Háskóla Íslands fyrir börn 10-16 ára. Markmið keppninnar er að nemendur læri að vinna saman og taki þátt í nýsköpun og framleiðslu á einhvers konar tæki sem leysi þarfir sem eru samfélaginu nauðsynlegar. Tilgangur FIRST og FIRST LEGO League keppninnar er að blása ungu fólki
Menntamálastofnun er með vef sem kallast Landafræði tónlistarinnar. Markmiðið er að kynna fyrir íslenskum nemendum menningu og tónlist sem er þeim framandi. Áhersla er lögð á að kynna ekki bara tónlistina heldur einnig það menningarlega samhengi sem tónlistin er sprottin úr. Námsefnið er fyrir nemendur á unglingastigi.
Landafræði tónlistarinnar. Read More »
Háskóli unga fólksins er fyrir fróðleiksfúsa og fjöruga krakka á aldrinum 12-16 ára. Skólinn stendur yfir í tæpa viku í júní og þá sækja nemendur mörg stutt námskeið og kynnast undrum tilverunnar með vísindamönnum í Háskóla Íslands. Háskóli unga fólksins er líka á Facebook.
Háskóli Unga Fólksins Read More »
Á vefnum Sögustund er boðið upp á námskeið í brúðugerð og sérhæfð kennslugögn, svo og uppskriftir að brúðuleikjum og söguheimum sem hafa að markmiði að efla málþroska barna og sköpunarkraft.
Sögustund með brúðum Read More »
Viltu nota tæknina til að mæta þörfum nemenda sem glíma við náms- og lestrarerfiðleika? Á Snjallvefjunni er margvíslegur fróðleikur um stuðning í námi með rafrænum lausnum, kennslumyndbönd og netspjall.
Öll börn þurfa að læra tungumál og sum börn þurfa að læra fleiri en eitt. Á vefnum Tungumál er gjöf er fjallað um málörvun í leikskóla, foreldrasamstarf og málörvun heima.
Varúlfaspilið er gjöf til kennara og nemenda um allt land frá Ingva Hrannari Ómarssyni – Leikurinn tengist um margt lykilhæfni í aðalnámskrá grunnskóla.
Varúlfaspilið – Gjöf til kennara og nemenda Read More »
Þessi flotta Verkefnakista kemur fá kennurum sem hafa unnið með nemendum á vettvangi í Grænfánaverkefni Landverndar. Þar má finna meira en 50 spennandi verkefni sem tengjast umhverfisvernd til að vinna með nemendum á öllum skólastigum bæði í kennslustofunni og útinámi. Meðal verkefna sem finna má í verkefnakistunni eru Náttúruljóð, Töskusaumur og Hvaðan kemur vatnið
Verkefnakista Grænfánans – Umhverfislæsi Read More »