Sjálfsefling

Tilfinningablær

Í bókinni Tilfinningablær er fjallað um tilfinningar og er hún ætluð fyrir börn á aldrinum 2-8 ára.  Bókin er skrifuð til að hjálpa börnum að þekkja grunntilfinningar sínar, kynnast dæmum um þær, sjá birtingarmyndir þeirra og læra hvernig megi bregðast við þeim. Hægt er að kaupa bókina á vef Sorgarmiðstöðvarinnar. Höfundar bókarinnar eru Aron Már […]

Tilfinningablær Read More »

Raddir margbreytileikans – sögur úr skólastarfi

Bókin Raddir margbreytileikans – sögur úr skólastarfi er uppspretta ígrundunar um fjölmenningarlegt skólastarf. Raddir kennara, stjórnenda, foreldra og nemenda fá að njóta sín í tuttugu dæmisögum sem koma frá leik-, grunn- og framhaldsskólastiginu auk frístundaúrræða. Sögurnar varpa ljósi á ýmsar hliðar skólastarfs, svo sem móttöku og aðlögun, menningarmiðaða starfs- og kennsluhætti, tungumál sem auðlindir, samstarf

Raddir margbreytileikans – sögur úr skólastarfi Read More »

Skrekkur, hæfileikahátíð grunnskóla í Reykjavík

Skrekkur er árleg hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur á unglingastigi. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að allir grunnskólar Reykjavíkur keppa á þremur undanúrslitakvöldum í Borgarleikhúsinu og komast tveir skólar í úrslit hvert kvöld. Keppnin nær hámarki á lokakvöldinu þegar skólarnir sex, auk tveggja sem dómnefnd hefur valið, keppa til úrslita. Sjónvarpað hefur verið beint frá útslitakvöldinu á RÚV. 

Skrekkur, hæfileikahátíð grunnskóla í Reykjavík Read More »

Vegurinn heim

Íslensk heimildamynd með viðtölum við fimm börn innflytjenda á Íslandi.  Í myndinn ræða börnin líf sitt og tilveru hér á landi og lýsa upplifun sinni af því að vera á mörkum ólíkra menningarheima. Efnið er þarft innlegg í kennslu og umræðu um fjölmenningu hér á landi. Myndin er aðgengileg með kennsluleiðbeiningum á vef Menntamálastofnunar.  

Vegurinn heim Read More »

Scroll to Top