Félagsfærni

Gulrót

Leiðbeiningar og viðmið um val á fulltrúum nemenda í skólaráð grunnskóla

Fjallað er almennt um starf skólaráða og hvernig best er að standa að vali á fulltrúum í ráðið. Áhugasömum er bent á nánari upplýsingar um starf skólaráða, s.s. handbók og myndbönd, auk þess þess sem kynnt eru þátttökulíkön sem gott er að hafa að leiðarljósi í lýðræðisvinnu með börnum.

Myndband um skólaráð

Stutt myndband með íslenskum, enskum og pólskum texta þar sem fjallað er um skólaráð í grunnskólum og mikilvægi þess að börn eigi þar sína fulltrúa.

Myndband um stjórn nemendafélags og unglingaráð

Stutt myndband með íslenskum, enskum og pólskum texta þar sem fjallað er um stjórn nemendafélaga í grunnskólum og unglingaráð félagsmiðstöðva og mikilvægi þess að börnum og unglingum séu sköpuð tækifæri til að hafa áhrif á starfið sem þar fer fram.

Fræðsluskot í fjölmenningarlegu umhverfi

Á vefnum Fræðsluskot fyrir önnum kafna kennara í fjölmenningarlegu kennsluumhverfi má finna aðferðir og hagnýt verkfæri fyrir alla kennara sem starfa fjölmenningarlegu kennsluumhverfi.

Stopp ofbeldi – námsefni fyrir allan aldur

Á vefnum Stopp ofbeldi hefur Menntamálastofnun tekið saman fjölbreytt úrval af náms- og kennsluefni sem snýr að forvörnum gegn ofbeldi. Námsefninu er skipt niður á aldurstig, allt frá leikskólabörnum til framhaldsskólanema.

Í ljósi krakkasögunnar

Í ljósi krakkasögunnar eru 20 mínútna lesnir þættir á RÚV um börn sem hafa með einhverjum hætti skráð nöfn sín á spjöld sögunnar. Í hverjum þætti er eitt barn tekið fyrir og saga þess sögð. Mikil fjölbreytni er í efnisvali þáttanna og því tilvalið að nýta þá í ýmis konar starfi með börnum og unglingum.

Mytur eða sögusagnir um málþroskaröskun DLD

Margar sögusagnir eða mýtur eru um hvað felist í málþroskaröskun DLD. Á þessari vefsíðu getur þú kynnt þér sögusagnir tengdar málþroskaroskun, en á henni er m.a. fjallað um einkenni , muninn á málhljóðaröskun og málþroskaröskun DLD, vinnu talmeinafræðinga með börnum og þátt foreldra í málþroskaröskun barna sinna.    

Scroll to Top
Scroll to Top