Sköpun

Biophilia – menntaverkefni

Biophilia menntaverkefnið byggir á samnefndu listaverki og hugmyndafræði Bjarkar Guðmundsdóttur, þar sem sköpunargáfan er virkjuð sem kennslu- og rannsóknarverkfæri. Tónlist, tækni og náttúruvísindi eru tengd saman á nýstárlegan hátt og nemendum gefinn kostur á frjálsri sköpun. Áhersla er lögð á að styrkja nemendur í sjálfstæðri hugsun og efla sjálfstraust þeirra með virkri þátttöku, tilraunum, leik …

Biophilia – menntaverkefni Read More »

Skapandi ferli, leiðarvísir

Handbókin Skapandi ferli, leiðarvísir er eftir Eirúnu Sigurðardóttur myndlistarkonu fyrir einstaklinga í sjálfsnámi og kennara sem ætla sér að stíga út í óvissu skapandi ferlis ásamt nemendum sínum. Í bókinni er kynnt til sögunnar aðferðafræði sem auðvelt er að tileinka sér og þróa eigin leiðir út frá.   

Sköpun í skólastofunni

Á þessu vefsvæði eru kveikjur og margvísleg hagnýt ráð fyrir kennara til að stuðla að meiri sköpun í skólastofunni, m.a. þessi grein eftir Önnu Guerrero – 19  leiðir til að stuðla að meiri sköpun í skólastofunni.    

Sköpunarkraftur og sköpunarferli í skólastarfi

Í þessari grein eftir Hrafnhildi Eiðsdóttur og Jóhönnu Einarsdóttur er fjallað um rannsókn á hugmyndum fjögurra kennara um sköpunarkraft í kennslu. Gildi og tilgangur rannsóknarinnar fólst í að varpa ljósi á sköpunarkraft í skólastarfi og fá fram hugmyndir um hvernig byggja má á sköpunarkrafti í kennslu. Gengið er út frá því að sköpunarkraftur byggi á …

Sköpunarkraftur og sköpunarferli í skólastarfi Read More »

Skapandi skóli

Í handbókinni Skapandi skóli eru hagnýtar upplýsingar um fjölbreytta og skapandi kennslu fyrir kennara á öllum stigum grunnskóla. Fjallað er um nokkrar kennsluaðferðir, bent á margvísleg verkefni og verkfæri sem nýtast á sviði upplýsingatækni og stafrænnar miðlunar.  

Sögustund með brúðum

Á vefnum Sögustund er boðið upp á námskeið í brúðugerð og sérhæfð kennslugögn, svo og uppskriftir að brúðuleikjum og söguheimum sem hafa að markmiði að efla málþroska barna og sköpunarkraft.

Útinám með leikskólabörnum

Hefurðu hug á að vera með útinám eða vantar þig hugmyndir? Margir leikskólar Reykjavíkurborgar leggja áherslu á að vera með útinám í starfi sínu. Þó nokkrir hafa verið með formlegt þróunarstarf tengt útinámi. Hér fyrir neðan eru nokkrar þróunarskýrslur sem gagnlegt er að grúska í til að fá hugmyndir að því hvernig skipuleggja má útinámið. …

Útinám með leikskólabörnum Read More »

Amicos non ficta / Tilfinninga- og vináttuverkefni

Verkefni sem Þórður Jörundsson þróaði til að efla stráka í að skilja og tjá sig um tilfinningar sínar á sama tíma og þeir hanna og skapa ýmsa hluti s.s. þrykkja boli, smíða hringa o.fl.

Gulrót

Útinám og náttúrufræði – norrænt verkefnasafn

Hér má finna norrænt verkefnasafn í náttúrufræði fyrir leikskólasem útbúið var í samstarfi 15 skóla á norðurlöndunum og styrkt af Nordplus. Verkefnasafnið inniheldur 10 spennandi verkefni sem bera yfirskriftina; Dauðu hirtirnir, Rafmagn, Fuglar, Hreyfing og núningsmótstaða, Skordýr, Kuldablanda, Ljós, Lífið í fjörunni, Að sökkva og fljóta og Vatnsrennsli.

“Mér finnst það bara verða grófara og grófara”

Upplifun ungra karla á kynlífsmenningu framhaldsskólanema.   Lesa rannsóknina. Kynlífsmenning innan félagslífs framhaldsskólanema hefur breyst hratt á undanförnum árum. Með öflugri internet-tengingu og tilkomu samfélagsmiðla hefur umræða um kynferðismál breyst og er hún óþvingaðri en áður. Á sama tíma hefur aðgangur að klámi aldrei verið eins óheftur og margt sem bendir til þess að klámvæðingin hafi …

“Mér finnst það bara verða grófara og grófara” Read More »

Scroll to Top
Scroll to Top